Gætu leikir gegn Keflavík verið það sem skilur að á toppi töflunnar þegar tímabilinu lýkur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2021 12:01 Eysteinn Hún Hauksson með blýantinn góða ásamt Sigurði Ragnari Eyjólfssyni. Lið þeirra getur heldur betur hleypt toppbaráttu deildarinnar í uppnám takist þeim að næla í stig á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Keflavíkur mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Gestirnir lögðu Breiðablik nýverið en geta í kvöld gert Blikum greiða með því að stela stigum af meisturunum. Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Keflavík situr í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 15 leikjum, fjórum stigum frá HK sem situr í fallsæti eftir að hafa leikið leik meira. Valsarar tróna hins vegar á toppi deildarinnar með 33 stig. Þremur meira en Víkingur og fjórum meira en Blikar sem eiga leik til góða. Sigur Keflavíkur á Breiðabliki þann 25. júlí síðastliðinn virðist ætla að hafa mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar en með sigri væru Blikar aðeins stigi á eftir Val og með leik til góða. Keflavík getur gert Blikum þann greiða að núlla umrætt tap út með því að leggja Íslandsmeistarana að velli á Hlíðarenda. Valsmenn hafa þó ekki tapað heimaleik það sem af er leiktíð svo það gæti reynst þrautinni þyngra. Keflavík hefur spilað frábæran fótbolta í sumar þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Nýliðarnir hafa komið verulega á óvart með góðri spilamennsku þó svo að úrslitin hafi ekki alltaf fallið með þeim. Það er því nokkuð lýsandi að liðið hafi unnið tvo, tapað tveimur og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum. Að því sögðu er liðið ekki mikið fyrir að tapa stórt og eftir að fá á sig fjögur mörk gegn Fylki þann 21. maí hafur liðið mest fengið á sig tvö mörk í leik síðan. Mikill andi virðist í liðinu sem lýsir sér best í því hvernig Ástbjörn Þórðarson mætti klæddur í viðtal að loknum bikarsigri á KA á miðvikudaginn var. @St2Sport vildi fá Lovebear í viðtal og kóngurinn mætti í markmannstreyjunni og brók pic.twitter.com/es0h8iQlfx— Sindri Kristinn (@sindrikrisss) August 12, 2021 Valsmenn hafa einnig verið upp og niður í síðustu leikjum og lítill stöðugleiki verið í frammistöðum liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur ekki gengið nægilega smurt fyrir sig og lenti liðið til að mynda á vegg gegn nýliðum Leiknis Reykjavíkur í síðustu umferð. Lærisveinar Heimis Guðjónssonar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera hugmyndasnauðir fram á við þó margur hafi haldið að það myndi lagast þegar liðið á tímabilið. Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, núverandi þjálfari FH og þáverandi sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar, var þó ekki á sama máli er leikstíll Vals var ræddur fyrr í sumar. Stóra spurningin fyrir leik kvöldsins er því hvort Keflavík nær að stela stigi eða stigum á Hlíðarenda og hleypa toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í gjörsamt uppnám. Leikur Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira