Innlent

Nokkuð ljóst að sjálfstætt gosop hafi myndast

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gosopið sést glögglega á vefmyndavélum.
Gosopið sést glögglega á vefmyndavélum. Skjáskot

Nokkuð ljóst er að sjálfstætt gosop hafi myndast rétt við megingíg eldgossins við Fagradalsfjall. Gosopið sést glögglega á vefmyndavélum.

Athygli er vakin á þessu á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúrvárhóps Suðurlands, sem fylgist grannt með þróun eldgossins við Fagradalsfjall.

Segir þar að við fyrstu sýn hafi hið nýja gosop aðeins litið út fyrir að vera gat í gígbarminum sjálfum, þar sem hraunið flæddi í gegn

„Nú virðist hinsvegar nokkuð ljóst að þarna sé um sjálfstætt gosop sé að ræða, sem er þá aðskilið frá hrauntjörninni í gígnum. Hefur lítil gígskál nú myndast utan í megingígnum utan um umrætt gosop,“ segir í færslu hópsins á Facebook.

Sjá má gosopið glögglega í vefmyndavél Vísis hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka

Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins.

Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar

Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×