Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Árni Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 21:36 Arnar Gunnlaugsson þungt hugsi í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira