Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Árni Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 21:36 Arnar Gunnlaugsson þungt hugsi í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn