Markadrottningin afgreiddi Valskonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 13:55 Nicole Billa skoraði sigurmark TSG 1899 Hoffenheim í dag. Getty/Alexander Scheube Verðandi Íslandsmeistarar Vals töpuðu 1-0 á móti þýska liðinu Hoffenheim í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Zürich í Sviss. Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira