Guðfaðir sudoku-þrautanna er látinn Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 07:23 Maki Kaji þróaði sudoku-þrautirnar á áttunda áratugnum. AP/Getty Japaninn Maki Kaji, sem þekktur var sem „guðfaðir“ sudoku-þrautanna, er látinn. Hann lést í morgun af völdum krabbameins, 69 ára að aldri. Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins. Andlát Japan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins.
Andlát Japan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira