„Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2021 10:56 Frá Grímseyjarhöfn. VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Grímsey í síðustu viku. Allir íbúar fóru í sóttkví. „Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“ Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Eyjan lamaðist í nokkra daga, þannig að Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, hjá hverfisráði Grímseyjar, en kórónuveiran greindist í fyrsta sinn á eyjunni í síðustu viku. Það þýddi að íbúar eyjunnar, sem telja á fimmta tug, fóru í sóttkví. Forsagan er sú að læknir var væntanlegur til eyjunnar á þriðjudag í síðustu viku með örvunarskammta fyrir þá sem höfðu fengið Janssen. Hann var beðinn um að taka með sér skimunarbúnað því nokkrir á eyjunni væru með einkenni. Karen Nótt Halldórsdóttir.Vísir Tveir greindust með veiruna í þeirri skimun. Læknirinn kom svo aftur á sunnudag og þá greindust þrjú smit til viðbótar. „Svo fengum við skilaboðin í gær hvert á fætur öðru að við værum flest neikvæð og þá var hægt að opna allt aftur,“ segir Karen en sóttkvíin hafði það í för með sér að öll þjónusta lagðist tímabundið af. Sundlaug, veitingastaður, verslun og pylsuvagn, allt lokað á meðan íbúarnir voru í sóttkví. Þeir sem eru lausir úr sóttkví í dag hafa því þurft að hlaupa undir bagga og sinna þjónustunni á meðan aðrir eru ýmist í einangrun eða sóttkví. „Við erum vön þessum afleysingum og reddingum í þessu litla samfélaginu,“ segir Karen. „Það var bara tímaspursmál hvenær veiran myndi berast í fyrsta skiptið til eyjunnar miðað við ferðamannastrauminn hingað í sumar.“
Grímsey Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira