Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 13:53 Afganar sem unnu fyrir vestrænar þjóðir bíða í röð við flugvöllinn í Kabúl eftir að komast úr landi. Þeir óttast hefnd talibana sem hafa nú tekið höfuðborgina og margar fleiri borgir. Vísir/EPA Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd. Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú. Afganistan Þýskaland Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvellinum í Kabúl, sem er eina flóttaleiðin sem er ekki á valdi hersveita talibana, þegar þúsundir manna klifruðu yfir girðingar og veggir og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Umferð um flugvöllinn lamaðist á meðan en nokkrir Afganar létust í glundroðanum. Sumir reyndu að hanga utan á flugvélum og hafa fjölmiðlar greint frá því að tveir af þeim sem létust hafi hrapað undan bandarískri herflugvél eftir að hún tók á loft. Á sjöunda hundrað Afganar tróðu sér inn í herflugvél sem var aðeins ætlað að flytja á annað hundrað farþega. Reuters-fréttastofan segir að flugbrautin í Kabúl hafi verið rýmd í morgun og gátu þá bandarískar og aðrar vestrænar flugvélar haldið áfram brottflutningi fólks. Að minnsta kosti tólf herflugvélar hafa tekið á loft í dag. Von var á vélum frá Ástralíu og Póllandi til að sækja þarlenda borgara og afganska samstarfsmenn þeirra. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að brottflutningur fólks frá Afganistan haldi áfram á næstu vikum. Reynt verði að koma eins mörgum bandarískum borgurum og afgönskum túlkum úr landinu og auðið verður. John Kirby, talsmaður ráðuneytisins, sagði að þrjár herstöðvar í Bandaríkjunum væru tilbúnar að taka við allt að 22.000 afgönskum bandamönnum Bandaríkjahers á næstu vikum. Búið er að flytja um 700 manns, þar af fleiri en 150 bandaríska borgara, frá landinu nú þegar. Vesturlöndum til skammar Myndirnar af örvæntingu Afgana á flugvellinum í Kabúl sem óttast ógnarstjórn talibana hefur vakið reiði og hneykslun víða. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, sagði þær skammarlegar fyrir vestrænar þjóðir. „Við upplifum nú mannlegan harmleik sem við deilum ábyrgð á. Myndir af örvæntingunni á flugvellinum í Kabúl er stjórnmálum á vesturlöndum til skammar,“ sagði Steinmeier en Þjóðverjar áttu annað fjölmennasta herliðið í Afganistan á eftir Bandaríkjamönnum. Þýsk stjórnvöld vilja fljúga þúsundum manna með tvöfalt afganskt-þýskt ríkisfang, mannréttindafrömuðum, lögmönnum og fólki sem vann með erlendu herliði frá Afganistan. Aðeins tókst að koma sjö manns burt í gær vegna ringulreiðarinnar á flugvellinum í Kabúl. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að nágrannaríki Afganistan taki við flóttafólki þaðan en að Evrópusambandið geti síðar kannað grundvöll fyrir því að taka við fólki. Hún óttast að flóttamannakrísan árið 2015 þegar stríður straumur flóttafólks frá Sýrlandi reyndi að komast til Evrópu endurtaki sig nú.
Afganistan Þýskaland Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Sjá meira