Reykjalundur tekur við sjúklingum frá Landspítala sem þurfa sólarhringsþjónustu Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2021 09:32 Samið hefur verið um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. Vísir/Egill Samið hefur verið um að deild á Reykjalundi með tólf til fjórtán rúmum verði nýtt til fyrir sjúklinga sem munu flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt sé að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að sex vikur. Er samkomulagið gert til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er á Landspítala vegna heimsfaraldursins. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. „Breytingarnar eru gerðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid heimsfaraldursins og tengjast sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. Miðgarður er deild með 12-14 rúm fyrir einstaklinga sem þurfa hjúkrun allan sólarhringinn samhliða þverfaglegri endurhæfingu. Deildin verður nú nýtt fyrir sjúklinga sem flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt er að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að 6 vikur. Ef Landspítali nýtir ekki þessa heimild nýtir Reykjalundur lausu rýmin í samráði við Landspítalann. Samkomulagið tekur strax gildi og gildir til 28. febrúar 2022, þó með starfshléi yfir jól og áramót,“ segir í tilkynningunni. Ætlað að auðvelda útskrift Markmið samningsins er sagt vera að auðvelda útskrift af Landspítala í tengslum við Covid faraldurinn. Sérstök innlagnarnefnd, skipuð aðilum frá Reykjalundi og Landspítala, muni sjá um inntöku sjúklinga á Miðgarð á Reykjalundi í samræmi við verklagsreglur þar um. „Vegna þessa dregur tímabundið eitthvað úr hefðbundnum innlögnum meðferðarteyma Reykjalundar inn á Miðgarð. Það mun þó vonandi hafa lágmarksáhrif þar sem innlagnir undanfarið hafa verið takmarkaðar meðal annars vegna Covid-ástandsins. Að öðru leiti ætti þetta aðeins að valda lágmarkstruflun á annarri hefðbundinni starfsemi Reykjalundar,“ segir í tilkynningunni. Greint hefur verið frá því að viðræður standi nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sömuleiðis hafa heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni í Ármúla verið sendir á Landspítalann til bregðast við mönnunarvandanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mosfellsbær Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands um tímabundna breytingu á aðalsamningi um þverfaglega endurhæfingu á Reykjalundi. „Breytingarnar eru gerðar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna Covid heimsfaraldursins og tengjast sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. Miðgarður er deild með 12-14 rúm fyrir einstaklinga sem þurfa hjúkrun allan sólarhringinn samhliða þverfaglegri endurhæfingu. Deildin verður nú nýtt fyrir sjúklinga sem flytjast beint frá Landspítala og fyrirsjáanlegt er að þurfi innlögn í sólarhringsþjónustu í allt að 6 vikur. Ef Landspítali nýtir ekki þessa heimild nýtir Reykjalundur lausu rýmin í samráði við Landspítalann. Samkomulagið tekur strax gildi og gildir til 28. febrúar 2022, þó með starfshléi yfir jól og áramót,“ segir í tilkynningunni. Ætlað að auðvelda útskrift Markmið samningsins er sagt vera að auðvelda útskrift af Landspítala í tengslum við Covid faraldurinn. Sérstök innlagnarnefnd, skipuð aðilum frá Reykjalundi og Landspítala, muni sjá um inntöku sjúklinga á Miðgarð á Reykjalundi í samræmi við verklagsreglur þar um. „Vegna þessa dregur tímabundið eitthvað úr hefðbundnum innlögnum meðferðarteyma Reykjalundar inn á Miðgarð. Það mun þó vonandi hafa lágmarksáhrif þar sem innlagnir undanfarið hafa verið takmarkaðar meðal annars vegna Covid-ástandsins. Að öðru leiti ætti þetta aðeins að valda lágmarkstruflun á annarri hefðbundinni starfsemi Reykjalundar,“ segir í tilkynningunni. Greint hefur verið frá því að viðræður standi nú yfir á milli Landspítala og starfsmannaleiga erlendis vegna vöntunar á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sömuleiðis hafa heilbrigðisstarfsmenn frá Klíníkinni í Ármúla verið sendir á Landspítalann til bregðast við mönnunarvandanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mosfellsbær Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira