Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 10:53 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen. Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira