Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 18. ágúst 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
657 börn undir tólf ára aldri eru í sóttkví hér á landi og skólarnir eru ekki hafnir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að endurskoða þurfi sóttkví barna ef samfélagið á ekki að lamast þegar skólarnir hefjast. Horfði hann þar til nágrannalandanna þegar kemur að öðrum leiðum. Sóttvarnalæknir segir þessi mál til skoðunar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að halda skólunum opnum eins og við höfum reynt að gera í gegnum þennan faraldur. við munum halda því áfram. Við þurfum hins vegar að hafa í huga að við erum með nýtt afbrigði af veirunni, Delta, sem leggst meira á börn. Við fáum fréttir af því erlendis frá, frá Bandaríkjunum og Danmörku, að það eru fleiri innlagnir á börnum vegna þessa afbrigðis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann vildi hins vegar ekki ræða hvaða útfærslur hann hefur í huga. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig sé hægt að lágmarka að fólk fari í sóttkví. Hann telur kollega sína í nágrannalöndunum hins vegar gera mistök með því að setja ekki bólusetta, sem hafa verið útsettir, í sóttkví. „Ef við horfum á okkar gögn núna frá 1. júlí eru 2000 manns bólusettir sem hafa greinst með Covid. Tæplega helmingurinn af þeim var í sóttkví þegar þeir greindust. Það að ætla að sleppa þeim út í samfélagið bara af því þeir eru bólusettir, það held ég að séu mistök sem munu auka útbreiðsluna.“ Margir ráku upp stór augu að sjá leikvanga troðfulla af áhorfendum þegar enska úrvalsdeildin hófst um liðna helgi. Bólusetningarhlutfallið þar er lægra en á Íslandi en engu að síður meira frelsi. Þórólfur telur Breta gera stór mistök með þessu. „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira