Sjáðu sigurmark Karenar Maríu, martröð Guðnýjar og hvernig Þróttur komst í þriðja sæti Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2021 15:50 Þróttarar hafa átt góðu gengi að fagna í sumar í deild og bikar. vísir/hulda margrét Sex mörk voru skoruð í gærkvöld í þremur leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Keflavík vann ÍBV 2-1 í Eyjum, Þór/KA vann Norðurlandsslaginn við Tindastól 1-0 og Þróttur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni. Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42