Erlent

Ís­lendingurinn metinn ó­hæfur til að taka þátt í réttar­höldunum yfir honum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Daníel fannst á vettvangi morðsins og var handtekinn samstundis. Myndin er alls ótengd fréttinni.
Daníel fannst á vettvangi morðsins og var handtekinn samstundis. Myndin er alls ótengd fréttinni. Getty/Jane Tyska

Daníel Gunnarsson, Íslendingur búsettur í Bandaríkjunum sem grunaður er um morð í bænum Ridecrest í Kaliforníu, hefur verið metinn óhæfur til að taka þátt í réttarhöldunum yfir honum. Málsmeðferð hefur verið frestað þangað til Daníel fær meðferð með það að markmiði að hann verði metinn hæfur. DV greindi fyrst frá.

Greint var frá því í síðasta mánuði að Daníel, sem er um tvítugt, væri grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu.

Í frétt staðarmiðilsins KGET segir að dómari í málinu hafi úrskurðað að Daníel væri óhæfur til að taka þátt í réttarhöldunum. Segir í frétt KGET að það sé skylda dómara að meta hæfi sakborninga til að taka þátt í réttarhöldunum, það er að viðkomandi hafi skilning á því sem fram fari og geti aðstoðað verjanda sinn í að halda uppi vörnum.

Áður en dómarinn úrskurðaði Daníel óhæfan til að taka þátt í réttarhöldunum hafði verjandi Daníels reynt að ræða við hann í fangaklefanum. Sagði verjandinn að Daníel hefði ekki brugðist við tilraunum verjandans til þess að ræða við hann.

Í frétt KGET segir að Daníel verði nú innritaður á sjúkrastofnun þar sem hann muni undirgangast meðferð með það markmiði að gera hann hæfan til að taka þátt í réttarhöldunum.

Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×