Sagði R. Kelly vera rándýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:58 R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin í dag teiknaði hann. AP Photo/Elizabeth Williams Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55