Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2021 13:03 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið á Reykjanesskaga hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. Stöð 2 Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. Eftir jarðskjálftahrinu sem stóð yfir í um ár hófst eldgos á Reykjanesi hinn 19. mars í fyrsta skipti í um átta hundruð ár. Segja má að gosið sé á ákjósanlegum stað hvað öryggi fólks og mannvirkja varðar en það er um margt ólíkt fyrri eldgosum á Íslandi á seinni tímum enda kemur kvikan beint frá möttli jarðar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. „Þetta er eldgos sem er búið að standa með nánast óbreyttum styrk allan tímann frá upphafi og er vel í sveit sett með tilliti til innviða þjóðfélagsins. Það er mjög takmarkað tjón sem þetta eldgos getur valdið,“ segir Páll. Liggur vel við rannsóknum Gosið liggi líka vel við öllum rannsóknum. Það breytist hægt og sé auðveldara til rannsókna en mörg fyrri eldgos. Það skæri sig úr hvað gosið væri stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjarað út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti,“ segir Páll Einarsson. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Eftir jarðskjálftahrinu sem stóð yfir í um ár hófst eldgos á Reykjanesi hinn 19. mars í fyrsta skipti í um átta hundruð ár. Segja má að gosið sé á ákjósanlegum stað hvað öryggi fólks og mannvirkja varðar en það er um margt ólíkt fyrri eldgosum á Íslandi á seinni tímum enda kemur kvikan beint frá möttli jarðar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gosið hafa fært jarðvísindamönnum ýmsan fróðleik. „Þetta er eldgos sem er búið að standa með nánast óbreyttum styrk allan tímann frá upphafi og er vel í sveit sett með tilliti til innviða þjóðfélagsins. Það er mjög takmarkað tjón sem þetta eldgos getur valdið,“ segir Páll. Liggur vel við rannsóknum Gosið liggi líka vel við öllum rannsóknum. Það breytist hægt og sé auðveldara til rannsókna en mörg fyrri eldgos. Það skæri sig úr hvað gosið væri stöðugt og máttlítið. „Flest af þeim eldgosum sem við höfum séð hafa verið miklu kröftugri. Byrjað með miklum látum og gassagangi og síðan fjarað út á tiltölulega stuttum tíma. Þetta gos er búið að vera að malla í langan tíma með tiltölulega litlum krafti,“ segir Páll Einarsson.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli. 19. ágúst 2021 07:23
Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45