Náungi sem vill á þing Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. ágúst 2021 08:01 Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun