Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum Atli Arason skrifar 21. ágúst 2021 18:29 Jónatan Ingi Jónsson skoraði þrjú mörk í Keflavík og lagði upp tvö. vísir/bára FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. Leikurinn fór rólega af stað. FH var þó meira með boltann og átti fleiri marktilraunir í upphafi leiks. Það var ákveðin vendipunktur 18. mínútu þegar Jónatan Ingi tekur hornspyrnu fyrir FH. Guðmann Þórisson, leikmaður FH og Magnús Þór Magnússon, leikmaður Keflavíkur virðast þá skalla saman. Guðmann fór strax út af leikvelli en Magnús hélt leik áfram næsta stundarfjórðunginn en var þá skipt af velli. Magnús er nýkominn aftur í lið Keflavíkur eftir að hafa verið frá keppni vegna höfuðhöggs. Við þetta riðlast liðsskipan beggja liða, leikurinn verður aðeins opnari og bæði lið fá ágætis tækifæri en það voru FH-ingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Baldur Logi setur boltann í netið á 47. mínútu fyrri hálfleiks. Baldur fer þá fram hjá varamanninum Oliver Kelaart Torres sem kom inn á völlinn í stað Magnúsar, Baldur leggur svo boltann framhjá Sindra og í fjær hornið á marki Keflavíkur, staðan var því 0-1 í hálfleik fyrir gestina. Fimleikafélagið var mun meira ógnandi í upphafi síðari hálfleiks og skilaði það árangri á 53. mínútu þegar Jónatan Ingi tvöfaldar forystu þeirra. Jónatan fær þá boltann út við hliðarlínuna hægra megin, rekur boltann þaðan og við vítateig Keflavíkur áður en hann tekur í gikkinn við D-bogann og smellur honum í nærhornið með vinstri löpp sinni. Eftir mark Jónatans þá reyna Keflvíkingar hvað þeir geta til að minnka muninn, við það opnast leikurinn meira og næstu tíu mínúturnar skiptust liðin á að sækja á hvort annað. Á 70. mínútu kemur hinn 19 ára Jóhann Ægir Arnarsson inn á í sínum fjórða leik fyrir FH. Jóhann var ekki búinn að vera lengi inn á vellinum þegar honum og Ignacio Heras lenda eitthvað saman sem endar á því að Nacho slær Jóhann í hnakkann. Eftir leik fóru sögur af stað að Jóhann væri með rautt handarfar aftan á hnakkanum en Nacho fékk réttilega rautt spjald og þar með voru vonir Keflvíkinga um að uppskera eitthvað úr þessum leik farnar. Á fimm mínúta kafla undir lok leiksins gengu Hafnfirðingar á lagið og skoruðu þrjú mörk gegn þreyttum Keflvíkingum. Jónatan Ingi gerði það fyrsta á 89. mínútu eftir sendingu Olivers Heiðarssonar og Jónatan þakkaði Oliver fyrir með því að leggja upp mark á þann síðarnefnda á 91. mínútu. Á loka andartökum leiksins krækir Guðmundur Kristjánsson í vítaspyrnu, Jónatan fer á punktinn og fullkomnar þrennuna og við það flautar Jóhann Ingi, dómari leiksins, til leiksloka og FH vinnur sinn annan 5-0 í röð. Afhverju vann FH? Sigur FH í dag var sennilega aldrei í hættu en rauða spjaldið sem Nacho Heras fékk gerir að verkum að sigur FH var eins stór og raun bar vitni. Hverjir stóðu upp úr? Jónatan Ingi Jónsson er maður leiksins en Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum Fimleikafélagsins í dag, skoraði þrjú og lagði upp tvö. Hvað gekk illa? Ignacio Heras var búinn að leika ágætlega það sem af var leiks en hann fær skammarverðlaunin fyrir að slá mótherja sinn og koma liðinu sínu í afar erfiða stöðu manni færri. Hvað gerist næst? Næst leika þessi lið aftur við hvort annað á miðvikudaginn næsta, í þetta sinn á Kaplakrika, í leik sem var frestað í sjöundu umferð. „Leiðinlegt gagnvart þeim sem eru að borga sig inn leikinn hjá okkur“ Eysteinn Húni, annar þjálfari Keflvíkinga, var eðlilega niðurlútur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Eysteinn Húni, annar af þjálfurum Keflavíkur sagði andrúmsloftið hjá Keflvíkingum vera þungt eftir þetta stóra tap í dag. „Menn eru ekki með hausinn hátt uppi inn í klefa, það var ótrúlegt að sjá frammistöðuna í dag en hún er bara eins og hún var. Menn þurfa bara að átta sig á því að það þarf töluvert meira en þetta til að fá eitthvað út úr leik á móti liði eins og FH,“ sagði Eysteinn í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður af því hvað olli þessari ótrúlegu frammistöðu Keflvíkinga í dag hafði Eysteinn nokkrar kenninga. „Það er erfitt að segja, kannski er þetta eitthvað með spennustigið að gera eða annað slíkt. Við vorum kannski að setja þennan leik upp sem of stóran, ég veit það ekki. Hverju sem var um að kenna þá var voðalega lítið gert sem af því sem var talað var um eða hefur verið talað um síðustu tvö árin eða svo. Við vorum bara engan vegin í sambandi og það er óafsakanlegt og mjög leiðinlegt gagnvart þeim sem eru að borga sig inn leikinn hjá okkur að við skulum vera eins og við vorum í dag,“ svaraði Eysteinn. Rauða spjaldið sem Nacho Heras fékk gerði algjörlega út um vonir Keflvíkinga í dag. Eysteinn vildi þó ekki eyða tíma í að ræða það. „Ég bara sá það ekki og vil heldur ekki vera að tjá mig um það. Þetta er ekki eitthvað sem er efst í huga núna þótt það hefði verið það síðasta sem við þurftum. Þetta var skíturinn sem stíflaði niðurfallið. Ég vil ekki tjá mig meira um það.“ Nacho fékk rautt og Magnús Þór fór einnig af velli vegna höfuðmeiðsla og Keflvíkingar þá væntanlega án beggja hreinræktuðu miðvarða sinna fyrir næsta leik. „Það er sérstök staða kominn upp og þá reynir á okkur þjálfarana og leikmennina að finna réttu lausnina og mæta tilbúnir í næsta leik. Ég held að FH sé með eitt færi í fyrri hálfleik þannig að þeir voru í raun ekkert betri en við í fyrri hálfleik, þegar það er bara eitt mark þá eiga menn alltaf séns en svo missa menn alveg hausinn og við þurfum aðeins að skoða út af hverju það er og hvernig við bregðumst við því.“ Næsti leikur liðsins er aftur gegn FH, Eysteinn telur að liðið hafi lært eitthvað af þessu tapi í dag fyrir næsta leik. „Menn verða að vera tilbúnir, það er gamla góða klisjan að þú verður að vera tilbúinn í leikinn. Ekki sem einstaklingur heldur allir sem lið og við þjálfararnir getum ekki fríað okkur. Við þurfum að hafa liðið klárt,“ sagði Eysteinn Húni, annar af þjálfurum Keflavíkur. „Púra rautt spjald“ Ólafur Jóhannesson segir liðið hafa spilað flottann og heilsteyptan fótbolta.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var glaður með annan 5-0 sigur liðsins í röð. „Ég er bara mjög sáttur, við spiluðum heilsteyptan og góðan leik. Við nýttum okkur það vel að verða einum fleiri. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi eftir leik. FH var eins og áður sagði, manni fleiri í rúmar 15 mínútur þar sem flest mörk leiksins komu. Óli telur að FH-ingar hafi nýtt liðsmuninn mjög vel. „Bæði og, þeir eru að reyna að sækja á okkur og við erum með Jónatan og Oliver sem eru fljótir gæjar, við nýttum okkur það mjög vel.“ Guðmann Þórisson fór meiddur af velli snemma leiks. Óli hefur þó ekki miklar áhyggjur af ástandi hans. „Það er allt í lagi með hann, ég held að hann verði ekkert betri en hann er núna.“ Joey Gibbs er meðal markahæstu leikmanna deildarinnar en Gibbs komst lítið sem ekkert í snertingu við boltann í dag. „Við vissum alveg hvað þeir geta. Keflavík er með gott lið og erfiðir við að eiga. Við skoðuðum þeirra styrkleika og annað og meðal annars er það þessi Gibbs sem er mjög öflugur framherji og okkur tókst halda af honum í dag.“ Óli og Davíð Viðars, aðstoðarþjálfari FH, voru gjörsamlega brjálaðir á hliðarlínunni eftir að Nacho sló til Jóhanns á 73. mínútu. Óli er ekki í nokkrum vafa um að Nacho hafi verðskuldað rautt spjald. „Hann (Nacho) bara sló hann (Jóhann) beint út. Púra rautt spjald.“ Stórsigurinn í dag gefur Fimleikafélaginu góð fyrirheit fyrir næsta leik liðsins gegn Keflavík í Hafnarfirði „Við fáum þrjú stig í dag og svo tekur nýr leikur við á miðvikudaginn. Við verðum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik. Það gefur okkur sjálfstraust að vinna þá svona vel og vonandi gerum við það aftur á miðvikudaginn,“ sagði Ólafur Jóhannesson að lokum. Pepsi Max-deild karla FH Keflavík ÍF
FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. Leikurinn fór rólega af stað. FH var þó meira með boltann og átti fleiri marktilraunir í upphafi leiks. Það var ákveðin vendipunktur 18. mínútu þegar Jónatan Ingi tekur hornspyrnu fyrir FH. Guðmann Þórisson, leikmaður FH og Magnús Þór Magnússon, leikmaður Keflavíkur virðast þá skalla saman. Guðmann fór strax út af leikvelli en Magnús hélt leik áfram næsta stundarfjórðunginn en var þá skipt af velli. Magnús er nýkominn aftur í lið Keflavíkur eftir að hafa verið frá keppni vegna höfuðhöggs. Við þetta riðlast liðsskipan beggja liða, leikurinn verður aðeins opnari og bæði lið fá ágætis tækifæri en það voru FH-ingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Baldur Logi setur boltann í netið á 47. mínútu fyrri hálfleiks. Baldur fer þá fram hjá varamanninum Oliver Kelaart Torres sem kom inn á völlinn í stað Magnúsar, Baldur leggur svo boltann framhjá Sindra og í fjær hornið á marki Keflavíkur, staðan var því 0-1 í hálfleik fyrir gestina. Fimleikafélagið var mun meira ógnandi í upphafi síðari hálfleiks og skilaði það árangri á 53. mínútu þegar Jónatan Ingi tvöfaldar forystu þeirra. Jónatan fær þá boltann út við hliðarlínuna hægra megin, rekur boltann þaðan og við vítateig Keflavíkur áður en hann tekur í gikkinn við D-bogann og smellur honum í nærhornið með vinstri löpp sinni. Eftir mark Jónatans þá reyna Keflvíkingar hvað þeir geta til að minnka muninn, við það opnast leikurinn meira og næstu tíu mínúturnar skiptust liðin á að sækja á hvort annað. Á 70. mínútu kemur hinn 19 ára Jóhann Ægir Arnarsson inn á í sínum fjórða leik fyrir FH. Jóhann var ekki búinn að vera lengi inn á vellinum þegar honum og Ignacio Heras lenda eitthvað saman sem endar á því að Nacho slær Jóhann í hnakkann. Eftir leik fóru sögur af stað að Jóhann væri með rautt handarfar aftan á hnakkanum en Nacho fékk réttilega rautt spjald og þar með voru vonir Keflvíkinga um að uppskera eitthvað úr þessum leik farnar. Á fimm mínúta kafla undir lok leiksins gengu Hafnfirðingar á lagið og skoruðu þrjú mörk gegn þreyttum Keflvíkingum. Jónatan Ingi gerði það fyrsta á 89. mínútu eftir sendingu Olivers Heiðarssonar og Jónatan þakkaði Oliver fyrir með því að leggja upp mark á þann síðarnefnda á 91. mínútu. Á loka andartökum leiksins krækir Guðmundur Kristjánsson í vítaspyrnu, Jónatan fer á punktinn og fullkomnar þrennuna og við það flautar Jóhann Ingi, dómari leiksins, til leiksloka og FH vinnur sinn annan 5-0 í röð. Afhverju vann FH? Sigur FH í dag var sennilega aldrei í hættu en rauða spjaldið sem Nacho Heras fékk gerir að verkum að sigur FH var eins stór og raun bar vitni. Hverjir stóðu upp úr? Jónatan Ingi Jónsson er maður leiksins en Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum Fimleikafélagsins í dag, skoraði þrjú og lagði upp tvö. Hvað gekk illa? Ignacio Heras var búinn að leika ágætlega það sem af var leiks en hann fær skammarverðlaunin fyrir að slá mótherja sinn og koma liðinu sínu í afar erfiða stöðu manni færri. Hvað gerist næst? Næst leika þessi lið aftur við hvort annað á miðvikudaginn næsta, í þetta sinn á Kaplakrika, í leik sem var frestað í sjöundu umferð. „Leiðinlegt gagnvart þeim sem eru að borga sig inn leikinn hjá okkur“ Eysteinn Húni, annar þjálfari Keflvíkinga, var eðlilega niðurlútur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Eysteinn Húni, annar af þjálfurum Keflavíkur sagði andrúmsloftið hjá Keflvíkingum vera þungt eftir þetta stóra tap í dag. „Menn eru ekki með hausinn hátt uppi inn í klefa, það var ótrúlegt að sjá frammistöðuna í dag en hún er bara eins og hún var. Menn þurfa bara að átta sig á því að það þarf töluvert meira en þetta til að fá eitthvað út úr leik á móti liði eins og FH,“ sagði Eysteinn í viðtali við Vísi eftir leik. Aðspurður af því hvað olli þessari ótrúlegu frammistöðu Keflvíkinga í dag hafði Eysteinn nokkrar kenninga. „Það er erfitt að segja, kannski er þetta eitthvað með spennustigið að gera eða annað slíkt. Við vorum kannski að setja þennan leik upp sem of stóran, ég veit það ekki. Hverju sem var um að kenna þá var voðalega lítið gert sem af því sem var talað var um eða hefur verið talað um síðustu tvö árin eða svo. Við vorum bara engan vegin í sambandi og það er óafsakanlegt og mjög leiðinlegt gagnvart þeim sem eru að borga sig inn leikinn hjá okkur að við skulum vera eins og við vorum í dag,“ svaraði Eysteinn. Rauða spjaldið sem Nacho Heras fékk gerði algjörlega út um vonir Keflvíkinga í dag. Eysteinn vildi þó ekki eyða tíma í að ræða það. „Ég bara sá það ekki og vil heldur ekki vera að tjá mig um það. Þetta er ekki eitthvað sem er efst í huga núna þótt það hefði verið það síðasta sem við þurftum. Þetta var skíturinn sem stíflaði niðurfallið. Ég vil ekki tjá mig meira um það.“ Nacho fékk rautt og Magnús Þór fór einnig af velli vegna höfuðmeiðsla og Keflvíkingar þá væntanlega án beggja hreinræktuðu miðvarða sinna fyrir næsta leik. „Það er sérstök staða kominn upp og þá reynir á okkur þjálfarana og leikmennina að finna réttu lausnina og mæta tilbúnir í næsta leik. Ég held að FH sé með eitt færi í fyrri hálfleik þannig að þeir voru í raun ekkert betri en við í fyrri hálfleik, þegar það er bara eitt mark þá eiga menn alltaf séns en svo missa menn alveg hausinn og við þurfum aðeins að skoða út af hverju það er og hvernig við bregðumst við því.“ Næsti leikur liðsins er aftur gegn FH, Eysteinn telur að liðið hafi lært eitthvað af þessu tapi í dag fyrir næsta leik. „Menn verða að vera tilbúnir, það er gamla góða klisjan að þú verður að vera tilbúinn í leikinn. Ekki sem einstaklingur heldur allir sem lið og við þjálfararnir getum ekki fríað okkur. Við þurfum að hafa liðið klárt,“ sagði Eysteinn Húni, annar af þjálfurum Keflavíkur. „Púra rautt spjald“ Ólafur Jóhannesson segir liðið hafa spilað flottann og heilsteyptan fótbolta.Vísir/Bára Dröfn Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var glaður með annan 5-0 sigur liðsins í röð. „Ég er bara mjög sáttur, við spiluðum heilsteyptan og góðan leik. Við nýttum okkur það vel að verða einum fleiri. Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi eftir leik. FH var eins og áður sagði, manni fleiri í rúmar 15 mínútur þar sem flest mörk leiksins komu. Óli telur að FH-ingar hafi nýtt liðsmuninn mjög vel. „Bæði og, þeir eru að reyna að sækja á okkur og við erum með Jónatan og Oliver sem eru fljótir gæjar, við nýttum okkur það mjög vel.“ Guðmann Þórisson fór meiddur af velli snemma leiks. Óli hefur þó ekki miklar áhyggjur af ástandi hans. „Það er allt í lagi með hann, ég held að hann verði ekkert betri en hann er núna.“ Joey Gibbs er meðal markahæstu leikmanna deildarinnar en Gibbs komst lítið sem ekkert í snertingu við boltann í dag. „Við vissum alveg hvað þeir geta. Keflavík er með gott lið og erfiðir við að eiga. Við skoðuðum þeirra styrkleika og annað og meðal annars er það þessi Gibbs sem er mjög öflugur framherji og okkur tókst halda af honum í dag.“ Óli og Davíð Viðars, aðstoðarþjálfari FH, voru gjörsamlega brjálaðir á hliðarlínunni eftir að Nacho sló til Jóhanns á 73. mínútu. Óli er ekki í nokkrum vafa um að Nacho hafi verðskuldað rautt spjald. „Hann (Nacho) bara sló hann (Jóhann) beint út. Púra rautt spjald.“ Stórsigurinn í dag gefur Fimleikafélaginu góð fyrirheit fyrir næsta leik liðsins gegn Keflavík í Hafnarfirði „Við fáum þrjú stig í dag og svo tekur nýr leikur við á miðvikudaginn. Við verðum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik. Það gefur okkur sjálfstraust að vinna þá svona vel og vonandi gerum við það aftur á miðvikudaginn,“ sagði Ólafur Jóhannesson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti