Juventus kastaði frá sér tveggja marka forskoti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2021 18:31 Paulo Dybala skoraði fyrra mark Juventus í kvöld. Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images Juventus bjargaði sér fyrir horn með 3-2 sigri á útivelli gegn Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa tapað niður tveggja marka forskoti. Cristiano Ronaldo byrjaði á varamannabekk Juventus í dag, en það virtist ekki koma að sök því að Paulo Dybala kom gestunum yfir strax á þriju mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo Bentancur. Dybala lagði upp annað mark liðsins tuttugu mínútum seinna fyrir liðsfélaga sinn Juan Cuadrado og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, braut á Tolgay Arslan innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks og vítaspyrna dæmd. Roberto Pereyra fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-1. Gerard Deulofeu jafnaði metin fyrir heimamenn rúmum fimm mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Stefano Okaka Chuka og Udinese sáu fyrir sér gott stig gegn Juventus á heimavelli. Cristiano Ronaldo hafði komið inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik, og hann hélt að hann hefði tryggt Juventus sigur á fjórðu mínútu uppbótartíma. Myndbandsdómari leiksins var þó ekki á sama máli og dæmdi Ronaldo rangstæðann. Lokatölur urðu því 2-2, og leikmenn Juventus naga sig líklega í handabökin eftir að hafa misst niður tveggja marka forskot. Fótbolti Ítalski boltinn
Juventus bjargaði sér fyrir horn með 3-2 sigri á útivelli gegn Udinese í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag eftir að hafa tapað niður tveggja marka forskoti. Cristiano Ronaldo byrjaði á varamannabekk Juventus í dag, en það virtist ekki koma að sök því að Paulo Dybala kom gestunum yfir strax á þriju mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrigo Bentancur. Dybala lagði upp annað mark liðsins tuttugu mínútum seinna fyrir liðsfélaga sinn Juan Cuadrado og staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks. Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, braut á Tolgay Arslan innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks og vítaspyrna dæmd. Roberto Pereyra fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-1. Gerard Deulofeu jafnaði metin fyrir heimamenn rúmum fimm mínútum fyrir leikslok eftir stoðsendingu frá Stefano Okaka Chuka og Udinese sáu fyrir sér gott stig gegn Juventus á heimavelli. Cristiano Ronaldo hafði komið inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik, og hann hélt að hann hefði tryggt Juventus sigur á fjórðu mínútu uppbótartíma. Myndbandsdómari leiksins var þó ekki á sama máli og dæmdi Ronaldo rangstæðann. Lokatölur urðu því 2-2, og leikmenn Juventus naga sig líklega í handabökin eftir að hafa misst niður tveggja marka forskot.