Margrét Lára: Lára Kristín búin að vera stórkostleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 11:00 Valskonur fagna sigri á Blikum á dögunum en með honum fór liðið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði sérstaklega einum leikmanni í verðandi Íslandsmeistaraliði Vals þegar Pepsi Max mörkin ræddu stöðuna í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn