Efast um þörfina á örvunarskömmtum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 08:58 Fólk bíður í röð eftir bólusetningu á aðallestarstöðinni í New York. Enn hefur hátt í þriðjungur þeirra Bandaríkjamanna sem gæti fengið bóluefni ekki látið bólusetja sig. Vísir/EPA Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53