Efast um þörfina á örvunarskömmtum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 08:58 Fólk bíður í röð eftir bólusetningu á aðallestarstöðinni í New York. Enn hefur hátt í þriðjungur þeirra Bandaríkjamanna sem gæti fengið bóluefni ekki látið bólusetja sig. Vísir/EPA Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim. Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum um að virkni bóluefna gegn vægari veikindum af völdum kórónuveirunnar dvíni með tímanum. Landlæknir Bandaríkjanna rekur það til þess að ónæmissvar sem bóluefnin valda dvíni en einnig til þess hversu skætt delta-afbrigði veirunnar hefur reynst. „Við höfum áhyggjur af því að þessi dvínun sem við sjáum haldi áfram næstu mánuði sem gæti leitt til minni verndar gegn alvarlegum veikindum, sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum,“ sagði Vivek Murthy, landlæknirinn, í gær. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir um það. Jesse Goodman, sérfræðingur í sóttvörnum við Georgetown-háskóla og fyrrverandi yfirvísindamaður Lyfja- og matvælastofnunar Bandaríkjanna, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort að verndin gegn alvarlegri veikindum minnki með tímanum eða ekki. Endalaus eltingaleikur við skottið á sér Þrátt fyrir það hefur nokkur fjöldi ríkja ákveðið að ráðast í endurbólusetningu á eldra fólki, fólki með skerta ónæmiskerfisstarfsemi og fólki sem hefur fengið ákveðin bóluefni, þar á meðal Ísland. Í Bandaríkjunum stefnir alríkisstjórnin að endurbólusetningarátaki en sérfræðingar hennar eiga enn eftir að leggja formlega blessun sína yfir þau áform. Reuters-fréttastofan segir að sumir sérfræðingar setji spurningamerki við þau áform í ljósi þess að hátt í 30% Bandaríkjamanna sem gætu fengið bóluefni gegn veirunni hafi ekki gert það ennþá á sama tíma og smitum og dauðsföllum fari fjölgandi. Þá benda sérfræðingar á nauðsyn þess að bólusetja sem flesta jarðarbúa en meirihluti þeirra hefur enn ekki fengið svo mikið sem einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Isaac Weisfuse, faraldsfræðingur við Cornell-háskóla, varar við því að í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu gætu menn endað á sífelldum eltingaleik við skottið á sér með örvunarskömmtum eftir því sem ný og möguleg hættulegri afbrigði veirunnar komi fram annars staðar. „Í raun og veru ættu menn að bólusetja restina af heiminum til að fyrirbyggja ný afbrigði,“ segir Weisfuse við Reuters.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði. 20. ágúst 2021 08:09
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. 19. ágúst 2021 12:53