Auglýsingar og sjónvarpspallur taka 500 sæti á Laugardalsvelli Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 11:40 Stúkurnar á Laugardalsvelli hafa ekki verið fylltar síðan árið 2019, vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Oliver Hardt Gera þarf talsverðar breytingar á Laugardalsvelli og fórna 500 sætum vegna stórrar útsendingar þýskrar sjónvarpsstöðvar frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta í næsta mánuði. Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira