Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. Þar segir að 10.053 staðfest smit séu nú frá upphafi faraldursins, en talan stóð í 9.980 í gær. Tölurnar ná bæði til innanlandssmita og smita á landamærum.
Heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið hér á landi þann 28. febrúar 2020.
Að neðan má sjá hvernig faraldurinn hefur þróast hér á landi frá því að fyrsta tilfellið var skráð.
- 1. smitið var skráð 28. febrúar 2020
- 10. smitið var skráð 3. mars. 2020
- 20. smitið var skráð 4. mars 2020
- 50. smitið var skráð 7. mars 2020
- 100. smitið var skráð 11. mars 2020.
- 500. smitið var skráð 21. mars 2020.
- 1.000 smitið var skráð 28. mars 2020.
- 2.000. smitið var skráð 14. ágúst 2020.
- 3.000. smitið var skráð 5. október 2020.
- 4.000. smitið var skráð 16. október 2020.
- 5.000. smitið var skráð 4. nóvember 2020.
- 6.000. smitið var skráð 27. janúar 2021.
- 7.000. smitið var skráð 22. júlí 2021.
- 8.000. smitið var skráð 31. júlí 2021.
- 9.000. smitið var skráð 10. ágúst 2021.
- 10.000. smitið var skráð 20. ágúst 2021.
Vísir hefur fjallað ítarlega um framgang faraaldursins hér á landi síðustu átján mánuði. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.
Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.
Í lok árs var faraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.