Fjöldi fasteignapappíra inniheldur enn rasísk ákvæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:04 Samtökin Mapping Prejudice smíðuðu leitarvél sem fór í gegnum 10 milljón síður af gögnum frá einni sýslu í Minnesota og fann 30 þúsund „athugunarverð“ skjöl. Yfirvöld og samtök víðsvegar í Bandaríkjunum vinna nú að því að auðvelda einstaklingum að fá rasískar klásúlur í fasteignapappírum numdar brott. Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira