Ég á vin... María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sem heitir Sayed Khanoghli og flúði landið sitt, Afganistan þegar hann var 12 ára gamall vegna pólitískra ofsókna. Hann komst aleinn hingað til lands fyrir þremur árum og hefur fest hér rætur. Hann stundar nú nám í Borgarholtsskóla, er formaður ungliðahreyfingar Amnesty International á Íslandi og á hér marga góða vini. Við kynntumst vegna þess að ég starfa á Alþingi og er með skrifstofu við Austurvöll og Sayed vinnur í 10/11. Ég fer því vandræðalega oft í búðina til þess að sækja mér eitthvað að snarla og á þessum árum höfum við orðið vinir. Spjallað um daginn og veginn og kynnst. Á laugardaginn sendi Sayed mér skilaboð. Heimabærinn hans, þar sem fjölskyldan hans býr hafði fallið og hann sat heima hjá sér, dauðhræddur um ástandið í heimalandinu sínu. Hann sagði mér þá að Talíbanar hefðu gefið það út að öll heimili með stúlkum á aldrinum 12-20 ára ættu að setja flagg á húsið sitt svo þeir gætu sótt þær og gift þær. Ef íbúar hlýddu ekki og þeir kæmust að því, þá yrðu þau drepin og allar eigur þeirra teknar. Í fjölskyldu Sayed eru þrjár stelpur á þessum aldri, tvær frænkur og svo systir hans sem reyndar var skotin þrisvar í fótinn fyrir fáeinum árum. Allt vegna þess að fjölskyldan hans hefur verið mjög pólitísk og hávær í andstöðu sinni við Talíbana. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig tilfinning það er að standa frammi fyrir þessu, algjörlega varnarlaus. Eða nei. Við getum það reyndar ekki. Ekkert okkar getur sett okkur í þessi spor. Hins vegar getum við hjálpað. Pólitísk ákvörðun Yfirtaka Talíbana á Afganistan er reiðaslag fyrir jaðarsetta hópa, konur, hinseginfólk og aðra minnihlutahópa. En líka fyrir þá sem ekki hafa stutt við þá öfga sem Talíbanar boða. Pólitískt og í aktívisma. Fólk er í lífshættu og þó svo að vestrænir fjölmiðlar fjalli um að Talíbanar hafi lofað að gera betur og vera mannúðlegri. Þá er það ekkert annað en yfirskyn. Fókusinn er á Kabúl. Þeir leika góða kallinn þar. Á sama tíma eru þeir í heimabæ Sayeds að ræna ungum stúlkum frá fjölskyldum sínum. Þar sem kastljós vestrænna fjölmiðla skín ekki svo skært. En þetta veit Sayed því hann þekkir sitt svæði og talar við sína fjölskyldu. Það er pólitísk ákvörðun að vernda þessa hópa. Hér á Íslandi er nægt pláss og við getum gert miklu betur þegar það kemur að því að taka á móti fólki í neyð. Útlendingastefna núverandi stjórnvalda hefur því miður ekkert breyst á síðastliðnu kjörtímabili. Við búum við mjög þröngt regluverk og ómannúðlega nálgun í þeim málefnum. Því miður. Og það er líka pólitísk ákvörðun dómsmálaráðherra að hrófla ekkert við því. En kvótaflóttafólkskerfið er mun opnara. Þá taka íslensk stjórnvöld ákvörðun um að veita fólki hæli án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa að ganga í gegnum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka þá pólitísku ákvörðun að veita Afgönskum fjölskyldum sem eiga í hættu á ofsóknum vegna jaðarsetningar í samfélaginu vernd frá þeim hörmunum sem eiga sér stað í heimalandi þeirra. Sá bolti liggur hjá Ásmundi Einari, félagsmálaráðherra. En munið – það er líka pólitísk ákvörðun að gera ekki neitt. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir áskorunina hans Sayed sem þrýstir á íslensk stjórnvöld að aðhafast en hana má finna hér. Svo hvet ég ykkur til að kjósa flokka sem hafa mannúðlega nálgun í forgrunni í þessum mikilvæga málaflokki. Þá fyrst breytist kerfið. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun