Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. ágúst 2021 20:44 Halla kennir börnum í þriðja bekk í Fossvogsskóla. facebook Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. „Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“ Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Ég er búin að skoða það sjálf og mér líst gríðarlega vel á það,“ segir Halla Gunnarsdóttir, sem kennir þriðja bekk í Fossvogsskóla. Eins og fjallað hefur verið um á Vísi og Stöð 2 síðustu daga á kennsla barna í 2. til 4. bekk skólans að fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið. Þeir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur þó skólinn hefjist næsta mánudag. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í félagsheimili þess, Berserkjasalnum, og hins vegar frammi á gangi í tengibyggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Berserkjasalnum en 3. og 4. bekkur á ganginum. Vonar að foreldrar velji Hjálpræðisherinn Halla kveðst ekki myndu taka það í mál að kenna börnunum í aðstöðunni á ganginum. „Nei, hún er alveg af og frá og ég persónulega tók það ekki í mál,“ segir hún. „Ég var ekki tilbúin til þess að leggja það á mig og mína nemendur. Alls ekki.“ Reykjavíkurborg sendi könnun á foreldra í dag þar sem þeir voru boðnir þessir þrír kostir í stöðunni: Að halda sig við staðsetninguna í Fossvogsdalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkingsheimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svokölluðum Berserkjasal en 3. til 4. bekk á ganginum. Að 2. bekk yrði kennt Berserkjasalnum á jarðhæð Víkingsheimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpuskóla. Að skólastarf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Fossvogsskóla. Foreldrarnir hafa fram til hádegis á morgun til að svara könnuninni. Halla vonar innilega að síðasti kosturinn verði fyrir valinu. „Þetta er alveg ótrúlega flott hús. Glænýtt sem er nú heldur betur gott fyrir okkar fólk, að koma í heilnæmt nýtt húsnæði. Það eru veik börn í þessum hópi,“ segir hún og á þá við eftir myglu sem fannst í Fossvogsskóla árið 2019. Það var upphafið af löngum húsnæðisvanda skólans, sem er engan vegið lokið enn. „Vonandi leysist þetta allt saman,“ segir Halla. „Ég er vongóð og bjartsýn núna út af þessari nýju aðstöðu. Ef að hún verður fyrir valinu treysti ég mér alveg til að takast á við komandi vetur, eða vikur… maður veit ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það kemur í ljós.“ Hún segir að þeir foreldrar sem hún hafi heyrt í hljómi jákvæðir fyrir húsnæði Hjálpræðishersins. Þeir verði þó að treysta á hennar frásagnir af því enda ekki séð það sjálfir. Skrýtin aðferðafræði borgarinnar Og þeir virðast sumir heldur ósáttir við þá staðreynd. Agnar Freyr Helgason, annar fulltrúa foreldra í skólaráði Fossvogsskóla, var heldur undrandi yfir könnun Reykjavíkurborgar fyrir foreldrana í dag: „Það er mjög skrýtin aðferðafræði hjá Reykjavíkurborg að gefa foreldrum 19 klukkutíma til að svara einhverri skoðunarkönnum um valkosti sem þeir vita í rauninni ekkert um,“ sagði Agnar. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Þarna er verið að láta foreldra bera ábyrgðina á því hvert verður farið á meðan þeir vita í rauninni ekkert um til dæmis húsnæði Hjálpræðishersins nema bara heimilisfangið.“
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17