Tólf ára dreng synjað um skólavist: „Ég hef engin svör fengið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 18:28 Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir drengsins. stöð2 Móðir tólf ára drengs með þroskaröskun, sem synjað hefur verið um skólavist, óttast um afdrif sonar síns þegar skólahald hefst á mánudag. Hún gagnrýnir borgina fyrir seinagang. Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira