Fótbolti

Fyrsti sigur Bayern München á tímabilinu í fimm marka leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark Bayern í dag.
Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark Bayern í dag. Alexander Hassenstein/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München tóku á móti FC Köln í þýska boltanum í dag. Heimamenn fóru að lokum með 3-2 sigur, en öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik.

Það tók Robert Lewandowski 50 mínútur að brjóta ísinn fyrir Bayern og koma þeim í 1-0 eftir stoðsendingu frá Jamal Musiala og níu mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu heimamanna.

Þýsku meistararnir héldu þessar forystu þó ekki lengi, en aðeins þremur mínútum eftir mark Serge Gnabry voru gestirnir búnir að jafna með mörkum frá Anthony Modeste og Mark Uth.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði Gnabry sitt annað mark og þriðja mark heimamanna og tryggði þeim fyrsta sigur tímabilsins.

Bayern er því með fjögur stig eftir tvo leiki, á meðan að FC Köln hefur þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×