Innlent

Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 

Núgildandi reglur um samkomutakmarkanir renna út á föstudag en sóttvarnalæknir skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur.

„Faraldurinn hefur verið hægt niður á við undanfarna daga og það er mjög fínt og staðan er nokkuð stöðug á spítalanum. Sjúklingum fer fækkandi en staðan er óbreytt á gjörgæsludeildinni,“ segir Þórólfur. 

„Ég held við þurfum að skoða hvort við getum eitthvað rýmkað til og eins og ég gat um í langtímahugleiðingum mínum hvort við gætum notað hraðgreiningarpróf til að rýmka til fyrir einhverju, það er bara allt til skoðunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Hann vildi þó ekki fara út í smáatriði um innihald minnisblaðsins en að hann muni skila minnisblaðinu fljótlega. 

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramálið á vikulegum þriðjudagsfundi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×