Hefja notkun á heimalöguðu bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2021 13:11 Tsai Ing-wen forseti fékk fyrsta skammt af innlenda bóluefni Medigen í dag. Vísir/EPA Forseti Taívans reið á vaðið í dag og var á meðal þeirra fyrstu sem fengu nýtt innlent bóluefni gegn kórónuveirunni. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að notkun efnisins hafi verið samþykkt of hratt. Heilbrigðisráðuneyti eyríkisins veitti heimild til að nota bóluefnið Medigen til notkunar í neyðartilvikum í síðasta mánuði þrátt fyrir að tilraunum á virkni og öryggi þess sé ekki lokið. Framleiðandi efnisins fullyrðir að engar áhyggjur séu af öryggi þess og að virknin sé að minnsta kosti jafngóð og bóluefnis AstraZeneca. Tsai Ing-wen, forseti, var bólusett með efninu á rannsóknastofu Medigen í dag en hún afþakkaði bóluefni Moderan og AstaZeneca til þess að geta veitt innlenda efninu opinberan stuðning sinn. Hún streymdi því beint á Facebook þegar hún fékk fyrri sprautuna af tveimur. Taívanir hafa verið tregir til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni til þessa en tafir á afhendingu bóluefna hafa einnig sett strik í reikning bólusetningaáætlana stjórnvalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aðeins 5% þjóðarinnar er fullbólusett en um 40% hafa fengið fyrri skammt bóluefnis. Medigen-bóluefnið er svonefnt prótínbóluefni sem er sagt svipa til bóluefnis bandaríska fyrirtækisins Novavax. Til stendur að ljúka þriðja og síðasta áfanga tilrauna með efnið í Paragvæ síðar á þessu ári. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Taívans hefur verið framarlega í flokki að draga öryggi innlenda bóluefnisins í efa. Tveir félagar í flokknum reyndu að fá neyðarleyfi þess ógilt fyrir dómstólum. Nú þegar hafa fleiri en 700.000 manns skráð sig til að fá bóluefni Medigen. Það er gefið í tveimur skömmum fyrir mánaðar millibili. Taívan Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti eyríkisins veitti heimild til að nota bóluefnið Medigen til notkunar í neyðartilvikum í síðasta mánuði þrátt fyrir að tilraunum á virkni og öryggi þess sé ekki lokið. Framleiðandi efnisins fullyrðir að engar áhyggjur séu af öryggi þess og að virknin sé að minnsta kosti jafngóð og bóluefnis AstraZeneca. Tsai Ing-wen, forseti, var bólusett með efninu á rannsóknastofu Medigen í dag en hún afþakkaði bóluefni Moderan og AstaZeneca til þess að geta veitt innlenda efninu opinberan stuðning sinn. Hún streymdi því beint á Facebook þegar hún fékk fyrri sprautuna af tveimur. Taívanir hafa verið tregir til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni til þessa en tafir á afhendingu bóluefna hafa einnig sett strik í reikning bólusetningaáætlana stjórnvalda, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aðeins 5% þjóðarinnar er fullbólusett en um 40% hafa fengið fyrri skammt bóluefnis. Medigen-bóluefnið er svonefnt prótínbóluefni sem er sagt svipa til bóluefnis bandaríska fyrirtækisins Novavax. Til stendur að ljúka þriðja og síðasta áfanga tilrauna með efnið í Paragvæ síðar á þessu ári. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Taívans hefur verið framarlega í flokki að draga öryggi innlenda bóluefnisins í efa. Tveir félagar í flokknum reyndu að fá neyðarleyfi þess ógilt fyrir dómstólum. Nú þegar hafa fleiri en 700.000 manns skráð sig til að fá bóluefni Medigen. Það er gefið í tveimur skömmum fyrir mánaðar millibili.
Taívan Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira