Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Skærgulir stafir Flokks fólksins skreyta nú glugga á bakhlið kjallara Grafarvogskirkju. vísir/vilhelm Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við. Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Einhverjir vegfarendur í Grafarvogi hafa rekið upp stór augu eftir að gluggar í kjallara Grafarvogskirkju voru merktir Flokki fólksins stórum stöfum enda ekki á hverjum degi sem merki stjórnmálaflokka skreyta kirkjubyggingar þjóðkirkjunnar. Flokkurinn er einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Kjallari kirkjunnar hýsti eitt sinn bókasafn en Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, segir að hann hafi verið leigður út undanfarin ár þar sem kirkjan getur ekki nýtt húsnæðið sjálf. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju sem sér um að leigja út kjallarann, segir að Flokkur fólksins leigi hann í augnablikinu. Engin önnur tengsl sé á milli flokksins kirkjunnar önnur en leigusamningur þeirra. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Þegar Vísir ræddi við Guðrúnu sóknarprest á föstudag sagðist hún alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins að utan og að það hafi ekki verið gert með leyfi kirkjunnar. Fulltrúar flokksins yrðu beðnir um að fjarlægja merkinguna enda vilji kirkjan ekki að hún sé merkt neinum stjórnmálaflokki. Segjast hafa fengið vilyrði Merkingin var þó enn uppi þegar ljósmyndari Vísis var á ferð hjá Grafarvogskirkju í dag. Baldvin Ólason, verkefnastjóri hjá Flokki fólksins, segir að flokkurinn hafi fengið leyfi fyrir merkingunum í gluggunum hjá leigusalanum og kannast ekki við að hann hafi verið beðinn um að fjarlægja þær. „Það hefur bara enginn sagt neitt við okkur. Við tökum þetta náttúrulega bara niður ef við erum að brjóta einhverjar reglur en það hefur enginn sagt neitt,“ segir hann. Fullyrðir Baldvin að leigusamningur flokksins við kirkjuna leyfi honum að merkja húsnæðið. Kirkjan hafi vitað það sjálf að hún væri að leigja stjórnmálaflokki og að það segi sig sjálft að þá verði einhverjar merkingar. Grafarvogskirkja hýsir nú bæði kirkju- og stjórnmálastarf undir einu þaki.Vísir/Vilhelm Fóru fram úr sér í merkingunum Anna Guðrún, formaður sóknarnefndarinnar, segir hins vegar að leigusamningurinn leyfi aðeins að leigjandinn merki sig við inngang. Þegar sóknarnefndin ræddi um að leigja flokknum kjallarann hafi það verið rætt að hann þyrfti að merkja sig en að það hafi ekki verð neitt sem stoppaði að leigusamningurinn yrði gerður. Óskað hafi verið eftir því að merkingarnar yrðu smekklegar. Hún vill meina að Flokkur fólksins hafi „farið aðeins fram úr sér“ með merkingunum í gluggum kirkjunnar. „Þetta er eitthvað sem við munum biðja þau um að fjarlægja. Þetta er ekki pólitíska stefna Grafarvogskirkju enda styðjum við örugglega alla flokka sem eru í framboði, við sem erum í sóknarnefndinni hvert fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Það fer ekki á milli mála að höfuðstöðvar Flokks fólksins eru í Grafarvogskirkju.Vísir/Vilhelm
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira