Sidekick-appið ekki lengur notað til að fylgjast með Covid-sjúklingum Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2021 16:45 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón Í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins notaðist Landspítalinn við forritið Sidekick til að fylgjast með þeim Covid-sjúklingum sem ekki þurftu að leggjast inn á spítala. Forritið virkar þannig að sjúklingar haka við valmöguleika um líðan sína og geta læknar þá yfirfarið niðurstöðuna og metið hvort þörf sé á inngripi. Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum