17 þúsund fermetrar í viðbót við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2021 20:02 Leó Árnason, sem er að rifna úr stolti af nýja miðbænum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi hefur fengið miklu betri viðtökur en forsvarsmenn verkefnisins áttu nokkurn tíma von á. Framkvæmdir hefjast fljótlega við annan áfanga miðbæjarins, sem verður um 17 þúsund fermetrar með mörgum sögufrægum húsum og fleiri veitingastöðum og verslunum. Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda