Segir starfsfólki Play engir afarkostir settir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 11:40 Birgir Jónsson forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri flugfélagsins Play segir að engum starfsmönnum félagsins hafi verið settir afarkostir í tengslum við áframhaldandi starf í haust og vetur. Tillaga um að bjóða fastráðnum starfsmönnum að lækka starfshlutfall til að fleiri gætu haldið vinnu hefði mælst vel fyrir, en það væri engin skylda. Morgunblaðið greinir frá því í dag að áhöfnum Play hefði verið boðið að taka á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli, gegn því að fá fastráðningu í vetur. Birgir Jónsson forstjóri félagsins segir aðeins um tillögu að ræða. Fastráðnu starfsfólki væri í sjálfsvald sett hvort það vildi lækka í starfshlutfalli svo hægt væri að dreifa vinnunni á fleira starfsfólk en samningar þess rynnu annars út í haust. „Hvort það sé leið til þess að raunverulega tryggja fleirum vinnu í vetur, með því að leita eftir sjálfboðaliðum af þeim sem eru fastráðnir eða í fullu starfi um að minnka starfshlutfallið sitt svo að vinnan sem við sjáum fyrir okkur í vetur dreifist á fleiri hausa,“ segir Birgir. Fólkið sem fer í haust verði fyrst inn í vor Útlit sé fyrir að umsvif Play aukist næsta vor, þegar félagið byrji flug til Bandaríkjanna. Það starfsfólk sem ekki fengi vinnu í vetur yrði þá fyrst inn. „Við í raun og veru köstum þessu fram sem umræðupunkti og það hafa bara margir tekið jákvætt í þetta, enda hentar þetta fólki misvel. Það er engin skylda að gera þetta, en sumir eru í skóla eða jafnvel í annarri vinnu, því það lá alltaf fyrir að vinnan hjá okkur fyrstu mánuðina yrði frekar lítil, því við erum að hefja starfsemi í miðjum veirufaraldri.“ Birgir segir tillöguna og viðbrögðin til marks um góðan starfsanda hjá fyrirtækinu og leggur áherslu á að ekki sé um afarkosti að ræða og starfshlutfall fastráðinna starfsmanna verði ekki skert að fyrra bragði. Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Már Ottesen, varaformaður Íslenska flugstéttafélagsins, að málið væri til skoðunar hjá félaginu og lagði áherslu á að úrræðið ætti að vera valfrjálst. Félagið stæði með sínum félagsmönnum og gerði kröfu um að staðið væri við gerða kjarasamninga. Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá því í dag að áhöfnum Play hefði verið boðið að taka á sig allt að 50 prósent lækkun á starfshlutfalli, gegn því að fá fastráðningu í vetur. Birgir Jónsson forstjóri félagsins segir aðeins um tillögu að ræða. Fastráðnu starfsfólki væri í sjálfsvald sett hvort það vildi lækka í starfshlutfalli svo hægt væri að dreifa vinnunni á fleira starfsfólk en samningar þess rynnu annars út í haust. „Hvort það sé leið til þess að raunverulega tryggja fleirum vinnu í vetur, með því að leita eftir sjálfboðaliðum af þeim sem eru fastráðnir eða í fullu starfi um að minnka starfshlutfallið sitt svo að vinnan sem við sjáum fyrir okkur í vetur dreifist á fleiri hausa,“ segir Birgir. Fólkið sem fer í haust verði fyrst inn í vor Útlit sé fyrir að umsvif Play aukist næsta vor, þegar félagið byrji flug til Bandaríkjanna. Það starfsfólk sem ekki fengi vinnu í vetur yrði þá fyrst inn. „Við í raun og veru köstum þessu fram sem umræðupunkti og það hafa bara margir tekið jákvætt í þetta, enda hentar þetta fólki misvel. Það er engin skylda að gera þetta, en sumir eru í skóla eða jafnvel í annarri vinnu, því það lá alltaf fyrir að vinnan hjá okkur fyrstu mánuðina yrði frekar lítil, því við erum að hefja starfsemi í miðjum veirufaraldri.“ Birgir segir tillöguna og viðbrögðin til marks um góðan starfsanda hjá fyrirtækinu og leggur áherslu á að ekki sé um afarkosti að ræða og starfshlutfall fastráðinna starfsmanna verði ekki skert að fyrra bragði. Í samtali við fréttastofu segir Friðrik Már Ottesen, varaformaður Íslenska flugstéttafélagsins, að málið væri til skoðunar hjá félaginu og lagði áherslu á að úrræðið ætti að vera valfrjálst. Félagið stæði með sínum félagsmönnum og gerði kröfu um að staðið væri við gerða kjarasamninga.
Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira