Sami sjúkdómur, ólík meðhöndlun Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:31 Ég var 38 ára gömul þegar ég greindist með endómetríósu og í byrjun árs 2021 fór ég til erlends sérfræðings í sjúkdómnum. Ég fékk ekki þá hjálp sem ég þurfti á Íslandi. Aðeins annar eggjastokkurinn var eftir af kvenlíffærum mínum og það skortir þekkingu á endó utan þeirra innan heilbrigðisgeirans á Íslandi. Í ferli mínu í leit að lækni sem var tilbúinn til að hjálpa mér kynntist ég mörgum konum í sömu sporum, eini munurinn á okkur var þó að þær höfðu vitað af sínum sjúkdómi í töluverðan tíma. Þær voru, líkt og ég, í leit að erlendum sérfræðingum sem voru tilbúnir að hjálpa þeim að endurheimta líf sitt og heilsu. Það myndast ákveðin systrabönd í baráttu við heilsu og heilbrigðiskerfið og stuðningurinn er ómetanlegur. Ég kynntist ekki einni einustu konu sem hafði góða reynslu af heilbrigðiskerfinu hér heima og ákvað því að hér á landi væru eingöngu vanhæfir læknar þegar um endómetríósu ræðir. Mín skoðun var óhaggandi, það þurfa ALLIR með endó að komast til erlendra sérfræðinga til þess að ná bata. Með brennandi eldmóð fyrir því að aðstoða endósystur mínar bauð ég mig fram í stjórn Samtaka um endómetrísósu og fékk þar ljómandi fínt sæti. Það fóru þó fljótt að renna á mig tvær grímur, mín óhaggandi skoðun á læknum hér heima var ekki eins einföld og ég hélt. Ég stóð auðvitað í þeirri trú að við værum öll eins og að það fengi enginn aðstoð hér, aðra en að fá uppáskrifuð hormónalyf sem gera mann veikann. Sannleikurinn er sá að sjúkdómurinn leggst ekki eins á okkur, og við erum öll mjög ólík, þrátt fyrir að eiga mjög svipaðar sögur. Margar konur ná ótrúlegum bata eftir aðgerðir hjá endóteymi Landspítalans, aðrar fá heilsuna aftur með því að vera á hormónabælandi lyfjum og/eða á getnaðarvörn. Eins eru ekki allir tilbúnir til að fara í aðgerð og hvað þá að ferðast til útlanda til þess. En, fyrir mörg okkar eru þrautþjálfaðir erlendir sérfræðingar í sjúkdómnum okkar eina von um bata sem getur talist ásættanlegur. Þetta er nefninlega ekki eins einfalt og ég hélt, það er ekki “one size fits all” þegar kemur að endó. Staðreyndin er sú að þjónustan sem er í boði hér á landi er góð fyrir sum okkar en hún þarf að vera betri. Við þurfum öll að geta leitað til lækna hér heima, þrátt fyrir að endastöð sumra komi til með að vera í öðru landi hjá reyndari læknum. Heppnin er aldeilis með komandi heilbrigðisráðherra því Samtök um endómetríósu skiluðu inn 9 blaðsíðna greinagerð til heilbrigðisráðuneytisins um hvernig þarf að bæta þjónustu við okkur svo að hún verði ásættanleg fyrir ÖLL okkar sem glímum við þennan sjúkdóm. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Ég var 38 ára gömul þegar ég greindist með endómetríósu og í byrjun árs 2021 fór ég til erlends sérfræðings í sjúkdómnum. Ég fékk ekki þá hjálp sem ég þurfti á Íslandi. Aðeins annar eggjastokkurinn var eftir af kvenlíffærum mínum og það skortir þekkingu á endó utan þeirra innan heilbrigðisgeirans á Íslandi. Í ferli mínu í leit að lækni sem var tilbúinn til að hjálpa mér kynntist ég mörgum konum í sömu sporum, eini munurinn á okkur var þó að þær höfðu vitað af sínum sjúkdómi í töluverðan tíma. Þær voru, líkt og ég, í leit að erlendum sérfræðingum sem voru tilbúnir að hjálpa þeim að endurheimta líf sitt og heilsu. Það myndast ákveðin systrabönd í baráttu við heilsu og heilbrigðiskerfið og stuðningurinn er ómetanlegur. Ég kynntist ekki einni einustu konu sem hafði góða reynslu af heilbrigðiskerfinu hér heima og ákvað því að hér á landi væru eingöngu vanhæfir læknar þegar um endómetríósu ræðir. Mín skoðun var óhaggandi, það þurfa ALLIR með endó að komast til erlendra sérfræðinga til þess að ná bata. Með brennandi eldmóð fyrir því að aðstoða endósystur mínar bauð ég mig fram í stjórn Samtaka um endómetrísósu og fékk þar ljómandi fínt sæti. Það fóru þó fljótt að renna á mig tvær grímur, mín óhaggandi skoðun á læknum hér heima var ekki eins einföld og ég hélt. Ég stóð auðvitað í þeirri trú að við værum öll eins og að það fengi enginn aðstoð hér, aðra en að fá uppáskrifuð hormónalyf sem gera mann veikann. Sannleikurinn er sá að sjúkdómurinn leggst ekki eins á okkur, og við erum öll mjög ólík, þrátt fyrir að eiga mjög svipaðar sögur. Margar konur ná ótrúlegum bata eftir aðgerðir hjá endóteymi Landspítalans, aðrar fá heilsuna aftur með því að vera á hormónabælandi lyfjum og/eða á getnaðarvörn. Eins eru ekki allir tilbúnir til að fara í aðgerð og hvað þá að ferðast til útlanda til þess. En, fyrir mörg okkar eru þrautþjálfaðir erlendir sérfræðingar í sjúkdómnum okkar eina von um bata sem getur talist ásættanlegur. Þetta er nefninlega ekki eins einfalt og ég hélt, það er ekki “one size fits all” þegar kemur að endó. Staðreyndin er sú að þjónustan sem er í boði hér á landi er góð fyrir sum okkar en hún þarf að vera betri. Við þurfum öll að geta leitað til lækna hér heima, þrátt fyrir að endastöð sumra komi til með að vera í öðru landi hjá reyndari læknum. Heppnin er aldeilis með komandi heilbrigðisráðherra því Samtök um endómetríósu skiluðu inn 9 blaðsíðna greinagerð til heilbrigðisráðuneytisins um hvernig þarf að bæta þjónustu við okkur svo að hún verði ásættanleg fyrir ÖLL okkar sem glímum við þennan sjúkdóm. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun