Sami sjúkdómur, ólík meðhöndlun Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:31 Ég var 38 ára gömul þegar ég greindist með endómetríósu og í byrjun árs 2021 fór ég til erlends sérfræðings í sjúkdómnum. Ég fékk ekki þá hjálp sem ég þurfti á Íslandi. Aðeins annar eggjastokkurinn var eftir af kvenlíffærum mínum og það skortir þekkingu á endó utan þeirra innan heilbrigðisgeirans á Íslandi. Í ferli mínu í leit að lækni sem var tilbúinn til að hjálpa mér kynntist ég mörgum konum í sömu sporum, eini munurinn á okkur var þó að þær höfðu vitað af sínum sjúkdómi í töluverðan tíma. Þær voru, líkt og ég, í leit að erlendum sérfræðingum sem voru tilbúnir að hjálpa þeim að endurheimta líf sitt og heilsu. Það myndast ákveðin systrabönd í baráttu við heilsu og heilbrigðiskerfið og stuðningurinn er ómetanlegur. Ég kynntist ekki einni einustu konu sem hafði góða reynslu af heilbrigðiskerfinu hér heima og ákvað því að hér á landi væru eingöngu vanhæfir læknar þegar um endómetríósu ræðir. Mín skoðun var óhaggandi, það þurfa ALLIR með endó að komast til erlendra sérfræðinga til þess að ná bata. Með brennandi eldmóð fyrir því að aðstoða endósystur mínar bauð ég mig fram í stjórn Samtaka um endómetrísósu og fékk þar ljómandi fínt sæti. Það fóru þó fljótt að renna á mig tvær grímur, mín óhaggandi skoðun á læknum hér heima var ekki eins einföld og ég hélt. Ég stóð auðvitað í þeirri trú að við værum öll eins og að það fengi enginn aðstoð hér, aðra en að fá uppáskrifuð hormónalyf sem gera mann veikann. Sannleikurinn er sá að sjúkdómurinn leggst ekki eins á okkur, og við erum öll mjög ólík, þrátt fyrir að eiga mjög svipaðar sögur. Margar konur ná ótrúlegum bata eftir aðgerðir hjá endóteymi Landspítalans, aðrar fá heilsuna aftur með því að vera á hormónabælandi lyfjum og/eða á getnaðarvörn. Eins eru ekki allir tilbúnir til að fara í aðgerð og hvað þá að ferðast til útlanda til þess. En, fyrir mörg okkar eru þrautþjálfaðir erlendir sérfræðingar í sjúkdómnum okkar eina von um bata sem getur talist ásættanlegur. Þetta er nefninlega ekki eins einfalt og ég hélt, það er ekki “one size fits all” þegar kemur að endó. Staðreyndin er sú að þjónustan sem er í boði hér á landi er góð fyrir sum okkar en hún þarf að vera betri. Við þurfum öll að geta leitað til lækna hér heima, þrátt fyrir að endastöð sumra komi til með að vera í öðru landi hjá reyndari læknum. Heppnin er aldeilis með komandi heilbrigðisráðherra því Samtök um endómetríósu skiluðu inn 9 blaðsíðna greinagerð til heilbrigðisráðuneytisins um hvernig þarf að bæta þjónustu við okkur svo að hún verði ásættanleg fyrir ÖLL okkar sem glímum við þennan sjúkdóm. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég var 38 ára gömul þegar ég greindist með endómetríósu og í byrjun árs 2021 fór ég til erlends sérfræðings í sjúkdómnum. Ég fékk ekki þá hjálp sem ég þurfti á Íslandi. Aðeins annar eggjastokkurinn var eftir af kvenlíffærum mínum og það skortir þekkingu á endó utan þeirra innan heilbrigðisgeirans á Íslandi. Í ferli mínu í leit að lækni sem var tilbúinn til að hjálpa mér kynntist ég mörgum konum í sömu sporum, eini munurinn á okkur var þó að þær höfðu vitað af sínum sjúkdómi í töluverðan tíma. Þær voru, líkt og ég, í leit að erlendum sérfræðingum sem voru tilbúnir að hjálpa þeim að endurheimta líf sitt og heilsu. Það myndast ákveðin systrabönd í baráttu við heilsu og heilbrigðiskerfið og stuðningurinn er ómetanlegur. Ég kynntist ekki einni einustu konu sem hafði góða reynslu af heilbrigðiskerfinu hér heima og ákvað því að hér á landi væru eingöngu vanhæfir læknar þegar um endómetríósu ræðir. Mín skoðun var óhaggandi, það þurfa ALLIR með endó að komast til erlendra sérfræðinga til þess að ná bata. Með brennandi eldmóð fyrir því að aðstoða endósystur mínar bauð ég mig fram í stjórn Samtaka um endómetrísósu og fékk þar ljómandi fínt sæti. Það fóru þó fljótt að renna á mig tvær grímur, mín óhaggandi skoðun á læknum hér heima var ekki eins einföld og ég hélt. Ég stóð auðvitað í þeirri trú að við værum öll eins og að það fengi enginn aðstoð hér, aðra en að fá uppáskrifuð hormónalyf sem gera mann veikann. Sannleikurinn er sá að sjúkdómurinn leggst ekki eins á okkur, og við erum öll mjög ólík, þrátt fyrir að eiga mjög svipaðar sögur. Margar konur ná ótrúlegum bata eftir aðgerðir hjá endóteymi Landspítalans, aðrar fá heilsuna aftur með því að vera á hormónabælandi lyfjum og/eða á getnaðarvörn. Eins eru ekki allir tilbúnir til að fara í aðgerð og hvað þá að ferðast til útlanda til þess. En, fyrir mörg okkar eru þrautþjálfaðir erlendir sérfræðingar í sjúkdómnum okkar eina von um bata sem getur talist ásættanlegur. Þetta er nefninlega ekki eins einfalt og ég hélt, það er ekki “one size fits all” þegar kemur að endó. Staðreyndin er sú að þjónustan sem er í boði hér á landi er góð fyrir sum okkar en hún þarf að vera betri. Við þurfum öll að geta leitað til lækna hér heima, þrátt fyrir að endastöð sumra komi til með að vera í öðru landi hjá reyndari læknum. Heppnin er aldeilis með komandi heilbrigðisráðherra því Samtök um endómetríósu skiluðu inn 9 blaðsíðna greinagerð til heilbrigðisráðuneytisins um hvernig þarf að bæta þjónustu við okkur svo að hún verði ásættanleg fyrir ÖLL okkar sem glímum við þennan sjúkdóm. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar