Vonar að 500 fái að koma saman og hraðpróf komi í stað fjarlægðartakmarkana Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2021 11:43 Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Vísir/Baldur Ríkisstjórnin fundar á morgun um næstu aðgerðir í baráttunni við faraldurinn en sviðslistafólk hefur verið í samtali við yfirvöld um næstu skref. Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri er forsvarsmaður sviðslistastofnana sem hafa átt í samtali við yfirvöld. 200 manns mega koma saman í dag og er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð milli ótengdra aðila. „Við í menningarlífinu erum að vona innilega að það verði hægt að slaka á takmörkunum þannig að það verði auðveldara fyrir fólk að sækja menningarviðburði og sækja sér andlega næringu í menningarhúsin. Þar erum við auðvitað að horfa til að bæði verði hægt að taka á móti fleiri gestum í sal en slaka svolítið á fjarlægðarmörkum og öðrum takmörkunum sem eru í gildi,“ segir Magnús Geir. Hvernig væri hægt að slaka á fjarlægðarmörkum? „Eins og þetta er gert í mörgum löndum og flestum löndum í kringum okkur þá eru minni fjarlægðartakmarkanir og jafnvel engar. Þá koma hraðprófin stundum þar inn á móti, þannig að fólk staðfestir að það sé með nýlegt hraðpróf sem það hefur sótt sér með aðgengilegum og auðveldum hætti og á móti er slakað á þessum nálægðarmörkum,“ segir Magnús Geir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til í langtímaminnisblaði sínu að stærri viðburðir geti farið fram gegn því að gestir sýni fram á neikvætt hraðpróf. Bæði hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í vikunni að tilefni sé til að slaka á því faraldurinn sé á niðurleið og ástandið stöðugt á Landspítalanum. Magnús Geir vonast eftir að hægt verði, núna eða fljótlega, að hækka fjöldatakmarkið úr tvö hundruð upp í fimm hundruð. „Og þannig verði komið eðlilegt umhverfi sem fyrst fyrir viðburðahald og menningarlífið. Það myndi breyta gríðarlega miklu og við finnum að fólk þyrstir í að mæta og koma til okkar. Við erum tilbúin og vonandi verður það hægt og að sjálfsögðu með mjög ábyrgu og yfirveguðu samkomuhaldi eins og verið hefur,“ segir Magnús Geir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44 Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri er forsvarsmaður sviðslistastofnana sem hafa átt í samtali við yfirvöld. 200 manns mega koma saman í dag og er grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð milli ótengdra aðila. „Við í menningarlífinu erum að vona innilega að það verði hægt að slaka á takmörkunum þannig að það verði auðveldara fyrir fólk að sækja menningarviðburði og sækja sér andlega næringu í menningarhúsin. Þar erum við auðvitað að horfa til að bæði verði hægt að taka á móti fleiri gestum í sal en slaka svolítið á fjarlægðarmörkum og öðrum takmörkunum sem eru í gildi,“ segir Magnús Geir. Hvernig væri hægt að slaka á fjarlægðarmörkum? „Eins og þetta er gert í mörgum löndum og flestum löndum í kringum okkur þá eru minni fjarlægðartakmarkanir og jafnvel engar. Þá koma hraðprófin stundum þar inn á móti, þannig að fólk staðfestir að það sé með nýlegt hraðpróf sem það hefur sótt sér með aðgengilegum og auðveldum hætti og á móti er slakað á þessum nálægðarmörkum,“ segir Magnús Geir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til í langtímaminnisblaði sínu að stærri viðburðir geti farið fram gegn því að gestir sýni fram á neikvætt hraðpróf. Bæði hann og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í vikunni að tilefni sé til að slaka á því faraldurinn sé á niðurleið og ástandið stöðugt á Landspítalanum. Magnús Geir vonast eftir að hægt verði, núna eða fljótlega, að hækka fjöldatakmarkið úr tvö hundruð upp í fimm hundruð. „Og þannig verði komið eðlilegt umhverfi sem fyrst fyrir viðburðahald og menningarlífið. Það myndi breyta gríðarlega miklu og við finnum að fólk þyrstir í að mæta og koma til okkar. Við erum tilbúin og vonandi verður það hægt og að sjálfsögðu með mjög ábyrgu og yfirveguðu samkomuhaldi eins og verið hefur,“ segir Magnús Geir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Samkomubann á Íslandi Leikhús Tengdar fréttir Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44 Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02 Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skoðar hvort tilefni sé til að rýmka reglur Sóttvarnalæknir er með minnisblað í smíðum til heilbrigðisráðherra varðandi samkomutakmarkanir á Íslandi. 23. ágúst 2021 11:44
Sammála því að tilefni sé til að slaka á Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. 24. ágúst 2021 12:02
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent