Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 19:01 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40
Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46
Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44