Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 14:31 Tólfan var fáliðuð á landsleik gegn Rúmeníu í fyrrahaust. Nú er von á mun fleiri áhorfendum þegar Rúmenar mæta aftur í Laugardalinn næsta fimmtudag. vísir/hulda margrét Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara. KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara.
KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti