„Hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 10:01 Mikael Egill Ellertsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í byrjun næsta mánaðar. getty/Seb Daly Mikael Egill Ellertsson segir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta. Hann nýtur sín vel hjá ítalska B-deildarfélaginu SPAL en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið þess á dögunum. Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu. HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira
Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu.
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira