Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 18:45 Lars Lagerbäck í góðum gír með fyrrum samstarfsfélaga sínum Heimi Hallgrímssyni. Mynd/Skjáskot Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram. „Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
„Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira