Gosið hafi mannast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 09:00 Hraun rennur aftur niður í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli, líkt og þegar þessi mynd var tekin fyrr í sumar. Vísir/Vihelm Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“ Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“
Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03