Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 12:51 Frá vettvangi við Dalsel um hádegisbil. Guðmundur Hjalti Stefánsson Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Maðurinn hafi fengið aðhlynningu hjá lækni en svo verið fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans en samkvæmt upplýsingum fréttastofu særðist enginn annar í tengslum við málið. Lögregla á Austurlandi verst allra fregna af málinu og vísar á héraðssaksóknara, sem nú er með málið á sínu borði. Lið frá embættinu og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang strax í gærkvöldi og er við störf á vettvangi í Dalseli. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi, en þó ekki á Egilsstöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafi maðurinn komið vopnaður að húsinu í Dalseli, þar sem barnsfaðir kærustu hans er búsettur, í gærkvöldi. Atburðarásin er nokkuð óljós en skothvellur á vettvangi náðist á myndband, sem birt var á samfélagsmiðlinum TikTok og sjá má hér fyrir neðan. Þröstur Jónsson, íbúi að Dalseli, segist hafa heyrt smelli fyrir utan hús sitt í gærkvöldi. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli. Þröstur segist hafa áttað sig á því síðar að þarna hafi maðurinn verið að hlaða haglabyssu. Síðar hafi gatan fyllst af lögreglumönnum og Þröstur svo séð að hús hans sé allt útsett skotgötum eftir manninn. „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur. Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Maðurinn hafi fengið aðhlynningu hjá lækni en svo verið fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans en samkvæmt upplýsingum fréttastofu særðist enginn annar í tengslum við málið. Lögregla á Austurlandi verst allra fregna af málinu og vísar á héraðssaksóknara, sem nú er með málið á sínu borði. Lið frá embættinu og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang strax í gærkvöldi og er við störf á vettvangi í Dalseli. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi, en þó ekki á Egilsstöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafi maðurinn komið vopnaður að húsinu í Dalseli, þar sem barnsfaðir kærustu hans er búsettur, í gærkvöldi. Atburðarásin er nokkuð óljós en skothvellur á vettvangi náðist á myndband, sem birt var á samfélagsmiðlinum TikTok og sjá má hér fyrir neðan. Þröstur Jónsson, íbúi að Dalseli, segist hafa heyrt smelli fyrir utan hús sitt í gærkvöldi. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli. Þröstur segist hafa áttað sig á því síðar að þarna hafi maðurinn verið að hlaða haglabyssu. Síðar hafi gatan fyllst af lögreglumönnum og Þröstur svo séð að hús hans sé allt útsett skotgötum eftir manninn. „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur.
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21
Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10
Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48