Umfjöllun og viðtöl: FH – Víkingur 1-2| Víkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttunni Andri Már Eggertsson skrifar 29. ágúst 2021 20:02 Kári Árnason er klár í stríð. Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann sinn síðasta leik fyrir landsleikjahlé 1-2 gegn FH á Kaplakrika-velli. Gestirnir gerðu tvö fyrstu mörk leiksins. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-2. Leikur FH og Víkings fór fjörlega af stað. Bæði lið fengu marktækifæri á upphafsmínútum leiksins, hvorugu liðinu tókst að nýta það tækifæri og datt leikurinn talsvert niður næsta korterið. Á 18. mínútu átti Pablo Punyed stórkostlega sendingu yfir varnarmenn FH, beint inn í svæðið sem Nikolaj Hansen mætti í og henti sér á boltann sem skilaði honum marki. Nikolaj Hansen er markahæsti leikmaður deildarinnar en fyrir leik hafði hann ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Eftir mark Víkings fengu FH-ingar þó nokkur úrvalsfæri til að jafna leikinn. Jónatan Ingi átti skot rétt framhjá markinu eftir að hann hafi leikið á tvo varnarmenn Víkings. Það leið ekki á löngu þegar Jónatan Ingi var mættur aftur í færi en þá varði Ingvar Jónsson frá honum. Undir lok fyrri hálfleiks átti Hörður Ingi Gunnarsson góða sendingu fyrir markið en Morten Beck Andersen rétt missti af boltanum sem endaði aftur fyrir markið. Staðan var því 0-1 þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði til hálfleiks. Jónatan Ingi Jónsson fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks þegar Baldur Logi Guðlaugsson renndi boltanum á hann en Ingvar Jónsson átti þá frábær tilþrif þegar hann varði skot Jónatans. Erlingur Agnarsson gerði annað mark Víkings á 53. mínútu þegar hann var óvaldaður í teignum og fékk sendingu frá Kristali Mána Ingasyni. Oliver Hreiðarsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann slapp einn inn fyrir vörn gestanna, Ingvar Jónsson mætti honum af fullu afli og varði vel frá honum. Björn Daníel Sverrisson skoraði stórkostleg mark þegar 87. mínútur voru liðnar af leiknum. Björn Daníel smellhitti boltann úr hjólhestaspyrnu og kom Ingvar Jónsson, markmaður Víkings engum vörnum við. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma fékk Jónatan Ingi úrvalsfæri til að jafna leikinn en hann vippaði yfir markið. Leikurinn endaði því með 1-2 sigri Víkings. Af hverju vann Víkingur? Það er með hreinum ólíkindum að Víkingur hafi unnið þennan leik. FH voru miklu betri í leiknum en það má segja að Ingvar Jónsson eigi mikið í þessum þremur stigum Víkings. Víkingur nýtti þau færi sem þeir fengu talsvert betur en andstæðingur sinn og því sigurinn þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Jónsson var besti maður vallarins. Ingvar varði frábærlega dauðafæri eftir dauðafæri og var með hreinum ólíkindum hvernig FH-ingum tókst aðeins að gera eitt mark. Markahæsti leikmaður deildarinnar Nikolaj Hansen hefur verið að spila hnjaskaður í undanförnum leikjum. Nikolaj Hansen gerði fyrsta mark leiksins og fær núna tvær vikur í hvíld til að ná sér á fullu. Hvað gekk illa? Það var lygilegt hvað FH fór illa með færin sín í leiknum. Jónatan Ingi Jónsson átti afar slæman dag fyrir framan markið. Jónatan Ingi fékk fjöldann allan af dauðafærum sem honum tókst ekki að nýta. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá. Laugardaginn 11. september mætast Víkingur og HK á Víkings-velli klukkan 17:00. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Stjörnunnar og FH klukkan 19:15 á Samsung-velli. Ólafur: Þetta var besti leikur liðsins undir minni stjórn á tímabilinu Ólafur Jóhannesson fannst leikur kvöldsins vera sá besti hjá FH liðinu undir hans stjórn í árVísir/Bára Dröfn Ólafur Jóhannesson þjálfari FH var afar svekktur með að fá ekki hið minnsta stig úr leiknum. „Mér fannst þetta flottur leikur en svekkjandi að fá ekkert úr honum. Mér fannst við spila boltanum vel, við sköpuðum mörg marktækifæri, ásamt því að við vörðumst ágætlega," sagði Ólafur eftir leik. Fyrsta mark leiksins kemur eftir sendingu sem fór yfir varnarmenn FH og beint í svæði sem Nikolaj Hansen var mættur í. „Svona er bara fótbolti. Ég hefði auðvitað vilja sjá menn gera betur en svona gerist, svo einfalt er það." Þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir sýndu FH-ingar mikinn styrk og gáfu ekkert eftir. „Mér fannst þetta geggjaður leikur hjá báðum liðum, ég er mjög ánægður með liðið og fannst mér þetta var besti leikur liðsins undir minni stjórn á þessu ári," sagði Ólafur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Víkingur Reykjavík
Víkingur vann sinn síðasta leik fyrir landsleikjahlé 1-2 gegn FH á Kaplakrika-velli. Gestirnir gerðu tvö fyrstu mörk leiksins. Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-2. Leikur FH og Víkings fór fjörlega af stað. Bæði lið fengu marktækifæri á upphafsmínútum leiksins, hvorugu liðinu tókst að nýta það tækifæri og datt leikurinn talsvert niður næsta korterið. Á 18. mínútu átti Pablo Punyed stórkostlega sendingu yfir varnarmenn FH, beint inn í svæðið sem Nikolaj Hansen mætti í og henti sér á boltann sem skilaði honum marki. Nikolaj Hansen er markahæsti leikmaður deildarinnar en fyrir leik hafði hann ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Eftir mark Víkings fengu FH-ingar þó nokkur úrvalsfæri til að jafna leikinn. Jónatan Ingi átti skot rétt framhjá markinu eftir að hann hafi leikið á tvo varnarmenn Víkings. Það leið ekki á löngu þegar Jónatan Ingi var mættur aftur í færi en þá varði Ingvar Jónsson frá honum. Undir lok fyrri hálfleiks átti Hörður Ingi Gunnarsson góða sendingu fyrir markið en Morten Beck Andersen rétt missti af boltanum sem endaði aftur fyrir markið. Staðan var því 0-1 þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði til hálfleiks. Jónatan Ingi Jónsson fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks þegar Baldur Logi Guðlaugsson renndi boltanum á hann en Ingvar Jónsson átti þá frábær tilþrif þegar hann varði skot Jónatans. Erlingur Agnarsson gerði annað mark Víkings á 53. mínútu þegar hann var óvaldaður í teignum og fékk sendingu frá Kristali Mána Ingasyni. Oliver Hreiðarsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann slapp einn inn fyrir vörn gestanna, Ingvar Jónsson mætti honum af fullu afli og varði vel frá honum. Björn Daníel Sverrisson skoraði stórkostleg mark þegar 87. mínútur voru liðnar af leiknum. Björn Daníel smellhitti boltann úr hjólhestaspyrnu og kom Ingvar Jónsson, markmaður Víkings engum vörnum við. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma fékk Jónatan Ingi úrvalsfæri til að jafna leikinn en hann vippaði yfir markið. Leikurinn endaði því með 1-2 sigri Víkings. Af hverju vann Víkingur? Það er með hreinum ólíkindum að Víkingur hafi unnið þennan leik. FH voru miklu betri í leiknum en það má segja að Ingvar Jónsson eigi mikið í þessum þremur stigum Víkings. Víkingur nýtti þau færi sem þeir fengu talsvert betur en andstæðingur sinn og því sigurinn þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Ingvar Jónsson var besti maður vallarins. Ingvar varði frábærlega dauðafæri eftir dauðafæri og var með hreinum ólíkindum hvernig FH-ingum tókst aðeins að gera eitt mark. Markahæsti leikmaður deildarinnar Nikolaj Hansen hefur verið að spila hnjaskaður í undanförnum leikjum. Nikolaj Hansen gerði fyrsta mark leiksins og fær núna tvær vikur í hvíld til að ná sér á fullu. Hvað gekk illa? Það var lygilegt hvað FH fór illa með færin sín í leiknum. Jónatan Ingi Jónsson átti afar slæman dag fyrir framan markið. Jónatan Ingi fékk fjöldann allan af dauðafærum sem honum tókst ekki að nýta. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá. Laugardaginn 11. september mætast Víkingur og HK á Víkings-velli klukkan 17:00. Síðasti leikur umferðarinnar er leikur Stjörnunnar og FH klukkan 19:15 á Samsung-velli. Ólafur: Þetta var besti leikur liðsins undir minni stjórn á tímabilinu Ólafur Jóhannesson fannst leikur kvöldsins vera sá besti hjá FH liðinu undir hans stjórn í árVísir/Bára Dröfn Ólafur Jóhannesson þjálfari FH var afar svekktur með að fá ekki hið minnsta stig úr leiknum. „Mér fannst þetta flottur leikur en svekkjandi að fá ekkert úr honum. Mér fannst við spila boltanum vel, við sköpuðum mörg marktækifæri, ásamt því að við vörðumst ágætlega," sagði Ólafur eftir leik. Fyrsta mark leiksins kemur eftir sendingu sem fór yfir varnarmenn FH og beint í svæði sem Nikolaj Hansen var mættur í. „Svona er bara fótbolti. Ég hefði auðvitað vilja sjá menn gera betur en svona gerist, svo einfalt er það." Þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir sýndu FH-ingar mikinn styrk og gáfu ekkert eftir. „Mér fannst þetta geggjaður leikur hjá báðum liðum, ég er mjög ánægður með liðið og fannst mér þetta var besti leikur liðsins undir minni stjórn á þessu ári," sagði Ólafur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti