Dramatískt jafntefli í Madrid 29. ágúst 2021 22:05 Simeone fékk að líta gula spjaldið í kvöld. vísir/Getty Spánarmeistarar Atlético Madríd töpuðu sínum fyrstu stigum á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir fengu Evrópudeildarmeistara Villarreal í heimsókn. Fyrri hálfleikur var markalaus en snemma í síðari hálfleik kom Manu Trigueros gestunum í forystu. Luis Suarez var fljótur að bregðast við og jafnaði metin fyrir Atletico á 56.mínútu. Arnaut Danjuma kom gestunum aftur í forystu á 74.mínútu og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Meistararnir neituðu hins vegar að gefast upp og náðu inn jöfnunarmarki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Aissa Mandi, varnarmaður Villarreal, varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Lokatölur 2-2. Villarreal gert jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni en Atletico Madrid hefur sjö stig. Fótbolti Spænski boltinn
Spánarmeistarar Atlético Madríd töpuðu sínum fyrstu stigum á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir fengu Evrópudeildarmeistara Villarreal í heimsókn. Fyrri hálfleikur var markalaus en snemma í síðari hálfleik kom Manu Trigueros gestunum í forystu. Luis Suarez var fljótur að bregðast við og jafnaði metin fyrir Atletico á 56.mínútu. Arnaut Danjuma kom gestunum aftur í forystu á 74.mínútu og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Meistararnir neituðu hins vegar að gefast upp og náðu inn jöfnunarmarki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Aissa Mandi, varnarmaður Villarreal, varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Lokatölur 2-2. Villarreal gert jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni en Atletico Madrid hefur sjö stig.