„Hoffenheim með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 23:00 Elísa Viðarsdóttir fór yfir tímabil hjá Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max mörkunum. Stöð 2 Sport Elísa Viðarsdóttir stefnir á að verja Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með Val á næsta ári og segir umgjörðin góða á Hlíðarenda. Það vanti þó enn upp á að umgjörðin sé á pari við andstæðinga Vals í Meistaradeild Evrópu. Elísa var hluti af liði Vals sem varð Íslandsmeistari í vikunni eftir sigur á Tindastóli að Hlíðarenda. Hún segist alls ekki vera að hugsa um að hætta, enda aðeins þrítug. „Mér líður alveg ótrúlega vel í skrokknum og hugsa vel um mig og minn líkama. Ég stefni bara að því að spila eins lengi og líkaminn leyfir,“ segir hin þrítuga Elísa aðspurð um framtíðina í þætti Pepsi Max Markanna. „Ég er bikaróð. Ég elska að vinna og það kemur ekkert annað til greina en að vinna, ekki spurning.“ segir Elísa. Þurftu aðlögun eftir brottför sterkra leikmanna Elísa segir Valsliðið hafa þurft að aðlagast brottför þeirra Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Hallberu Gísladóttur. Öðruvísi leikmenn hafi komið inn sem hafi krafist aðlögunartíma. „Við misstum náttúrulega frábæra leikmenn en fengum inn ólíka leikmenn því sem við misstum. Við sem höfum verið lengur þurftum að hjálpa þeim svolítið að koma inn í liðið. Svo má ekki gleyma að við missum Sísí [Sigríður Lára Garðardóttir] á miðju tímabili en fáum Láru [Kristínu Pedersen], sem var þvílíkur happafengur að fá hana svolítið óvænt inn. Hún var algjört gulls ígildi og hjálpaði okkur svolítið að snúa blaðinu við,“ „Við náðum einhvern veginn að púsla þessu saman, við fengum eins og ég sagði, ólíka leikmenn frá því sem við misstum en einhvern veginn gekk upp að lokum.“ segir Elísa. Umgjörðin góð Elísa segir Valskonur þá hafa yfir litlu að kvarta þegar kemur að aðstöðu og baklandi. Vel sé staðið að málum á Hlíðarenda sem eigi sitt í því að liðið hafi gert eins vel og raun ber vitni í sumar. „Umgjörðin á Hlíðarenda er eins og best verður á kosið. Þetta er algjörlega umhverfi sem að leikmenn geta vaxið og orðið betri, jafnvel þó maður sé orðinn þrítugur. Ég finn það sterkt fyrir sjálfa mig að ég er með hóp í kringum mig sem hjálpar mér alla daga að verða betri leikmaður, sama hvort það sé að bæta þol eða fótboltann,“ segir Elísa sem segir deildarkeppnina hafa verið krefjandi og skemmtilega í ár. Ávallt séu batamerki á fótboltanum hér heima. „Mér fannst hún mjög skemmtileg. Frábær deild. Maður þurfti að hafa aðeins meira fyrir því sem maður var að gera og mér finnst það alltaf vera að gera mann betri. Maður þurfti að koma á tánum inn í alla leiki og undirbúa sig vel sem að mér finnst jákvætt. Það eru fullt af flottum liðum sem verða betri á næsta ári og bjartir tímar fram undan í íslenskri kvennaknattspyrnu.“ Klippa: Pepsi Max Mörkin: Elísa Viðars 2 Mikilvæg reynsla í Evrópu Valur keppti aðeins tvo leiki í Evrópukeppni í ár. Tap gegn stórliði Hoffenheim frá Þýskalandi þýddi að liðið kæmist ekki lengra í keppninni en Elísa segir liðið taka með sér góða reynslu fyrir Evrópuleiki að ári. Valskonur unnu 3-1 sigur á Zurich frá Sviss eftir tapið fyrir Hoffenheim en sá leikur var meira upp á heiðurinn en eitthvað annað. „Það er alltaf gaman að spila við sterkari lið úr sterkari deildum en okkar. Ég held að við höfum séð að þessari ferð hvað það er stutt á milli. Við spilum við Hoffenheim, þýskt lið sem lenti í 3. Sæti í fyrra í þeirri deild, og ég held að með smá heppni hefðum við getað jafnað þann leik,“ „Við spiluðum sterkan varnarleik frá fremsta til afstasta manns og þetta styrkti okkur sem lið og gefi okkur mikla reynslu inn í næsta ár sem er mjög jákvætt.“ Elísa segir þó að umgjörðin sé umtalsvert betri hjá stórliði líkt og Hoffenheim sem hafi sitt að segja. „Það sem maður aðallega sá var umgjörðin í kringum liðið. Hoffenheim var örugglega með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur. Þannig að þetta var svolítið fyndið að líta yfir á hinn helminginn fyrir leik,“ „En ég er alveg viss um það að eftir nokkur ár þá verðum við á pari við þessi lið, allavega þessi bestu lið á Íslandi.“ segir Elísa. Viðtalið við hana má sjá í heild í spilaranum að ofan. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Elísa var hluti af liði Vals sem varð Íslandsmeistari í vikunni eftir sigur á Tindastóli að Hlíðarenda. Hún segist alls ekki vera að hugsa um að hætta, enda aðeins þrítug. „Mér líður alveg ótrúlega vel í skrokknum og hugsa vel um mig og minn líkama. Ég stefni bara að því að spila eins lengi og líkaminn leyfir,“ segir hin þrítuga Elísa aðspurð um framtíðina í þætti Pepsi Max Markanna. „Ég er bikaróð. Ég elska að vinna og það kemur ekkert annað til greina en að vinna, ekki spurning.“ segir Elísa. Þurftu aðlögun eftir brottför sterkra leikmanna Elísa segir Valsliðið hafa þurft að aðlagast brottför þeirra Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Hallberu Gísladóttur. Öðruvísi leikmenn hafi komið inn sem hafi krafist aðlögunartíma. „Við misstum náttúrulega frábæra leikmenn en fengum inn ólíka leikmenn því sem við misstum. Við sem höfum verið lengur þurftum að hjálpa þeim svolítið að koma inn í liðið. Svo má ekki gleyma að við missum Sísí [Sigríður Lára Garðardóttir] á miðju tímabili en fáum Láru [Kristínu Pedersen], sem var þvílíkur happafengur að fá hana svolítið óvænt inn. Hún var algjört gulls ígildi og hjálpaði okkur svolítið að snúa blaðinu við,“ „Við náðum einhvern veginn að púsla þessu saman, við fengum eins og ég sagði, ólíka leikmenn frá því sem við misstum en einhvern veginn gekk upp að lokum.“ segir Elísa. Umgjörðin góð Elísa segir Valskonur þá hafa yfir litlu að kvarta þegar kemur að aðstöðu og baklandi. Vel sé staðið að málum á Hlíðarenda sem eigi sitt í því að liðið hafi gert eins vel og raun ber vitni í sumar. „Umgjörðin á Hlíðarenda er eins og best verður á kosið. Þetta er algjörlega umhverfi sem að leikmenn geta vaxið og orðið betri, jafnvel þó maður sé orðinn þrítugur. Ég finn það sterkt fyrir sjálfa mig að ég er með hóp í kringum mig sem hjálpar mér alla daga að verða betri leikmaður, sama hvort það sé að bæta þol eða fótboltann,“ segir Elísa sem segir deildarkeppnina hafa verið krefjandi og skemmtilega í ár. Ávallt séu batamerki á fótboltanum hér heima. „Mér fannst hún mjög skemmtileg. Frábær deild. Maður þurfti að hafa aðeins meira fyrir því sem maður var að gera og mér finnst það alltaf vera að gera mann betri. Maður þurfti að koma á tánum inn í alla leiki og undirbúa sig vel sem að mér finnst jákvætt. Það eru fullt af flottum liðum sem verða betri á næsta ári og bjartir tímar fram undan í íslenskri kvennaknattspyrnu.“ Klippa: Pepsi Max Mörkin: Elísa Viðars 2 Mikilvæg reynsla í Evrópu Valur keppti aðeins tvo leiki í Evrópukeppni í ár. Tap gegn stórliði Hoffenheim frá Þýskalandi þýddi að liðið kæmist ekki lengra í keppninni en Elísa segir liðið taka með sér góða reynslu fyrir Evrópuleiki að ári. Valskonur unnu 3-1 sigur á Zurich frá Sviss eftir tapið fyrir Hoffenheim en sá leikur var meira upp á heiðurinn en eitthvað annað. „Það er alltaf gaman að spila við sterkari lið úr sterkari deildum en okkar. Ég held að við höfum séð að þessari ferð hvað það er stutt á milli. Við spilum við Hoffenheim, þýskt lið sem lenti í 3. Sæti í fyrra í þeirri deild, og ég held að með smá heppni hefðum við getað jafnað þann leik,“ „Við spiluðum sterkan varnarleik frá fremsta til afstasta manns og þetta styrkti okkur sem lið og gefi okkur mikla reynslu inn í næsta ár sem er mjög jákvætt.“ Elísa segir þó að umgjörðin sé umtalsvert betri hjá stórliði líkt og Hoffenheim sem hafi sitt að segja. „Það sem maður aðallega sá var umgjörðin í kringum liðið. Hoffenheim var örugglega með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur. Þannig að þetta var svolítið fyndið að líta yfir á hinn helminginn fyrir leik,“ „En ég er alveg viss um það að eftir nokkur ár þá verðum við á pari við þessi lið, allavega þessi bestu lið á Íslandi.“ segir Elísa. Viðtalið við hana má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira