„Hoffenheim með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 23:00 Elísa Viðarsdóttir fór yfir tímabil hjá Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max mörkunum. Stöð 2 Sport Elísa Viðarsdóttir stefnir á að verja Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta með Val á næsta ári og segir umgjörðin góða á Hlíðarenda. Það vanti þó enn upp á að umgjörðin sé á pari við andstæðinga Vals í Meistaradeild Evrópu. Elísa var hluti af liði Vals sem varð Íslandsmeistari í vikunni eftir sigur á Tindastóli að Hlíðarenda. Hún segist alls ekki vera að hugsa um að hætta, enda aðeins þrítug. „Mér líður alveg ótrúlega vel í skrokknum og hugsa vel um mig og minn líkama. Ég stefni bara að því að spila eins lengi og líkaminn leyfir,“ segir hin þrítuga Elísa aðspurð um framtíðina í þætti Pepsi Max Markanna. „Ég er bikaróð. Ég elska að vinna og það kemur ekkert annað til greina en að vinna, ekki spurning.“ segir Elísa. Þurftu aðlögun eftir brottför sterkra leikmanna Elísa segir Valsliðið hafa þurft að aðlagast brottför þeirra Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Hallberu Gísladóttur. Öðruvísi leikmenn hafi komið inn sem hafi krafist aðlögunartíma. „Við misstum náttúrulega frábæra leikmenn en fengum inn ólíka leikmenn því sem við misstum. Við sem höfum verið lengur þurftum að hjálpa þeim svolítið að koma inn í liðið. Svo má ekki gleyma að við missum Sísí [Sigríður Lára Garðardóttir] á miðju tímabili en fáum Láru [Kristínu Pedersen], sem var þvílíkur happafengur að fá hana svolítið óvænt inn. Hún var algjört gulls ígildi og hjálpaði okkur svolítið að snúa blaðinu við,“ „Við náðum einhvern veginn að púsla þessu saman, við fengum eins og ég sagði, ólíka leikmenn frá því sem við misstum en einhvern veginn gekk upp að lokum.“ segir Elísa. Umgjörðin góð Elísa segir Valskonur þá hafa yfir litlu að kvarta þegar kemur að aðstöðu og baklandi. Vel sé staðið að málum á Hlíðarenda sem eigi sitt í því að liðið hafi gert eins vel og raun ber vitni í sumar. „Umgjörðin á Hlíðarenda er eins og best verður á kosið. Þetta er algjörlega umhverfi sem að leikmenn geta vaxið og orðið betri, jafnvel þó maður sé orðinn þrítugur. Ég finn það sterkt fyrir sjálfa mig að ég er með hóp í kringum mig sem hjálpar mér alla daga að verða betri leikmaður, sama hvort það sé að bæta þol eða fótboltann,“ segir Elísa sem segir deildarkeppnina hafa verið krefjandi og skemmtilega í ár. Ávallt séu batamerki á fótboltanum hér heima. „Mér fannst hún mjög skemmtileg. Frábær deild. Maður þurfti að hafa aðeins meira fyrir því sem maður var að gera og mér finnst það alltaf vera að gera mann betri. Maður þurfti að koma á tánum inn í alla leiki og undirbúa sig vel sem að mér finnst jákvætt. Það eru fullt af flottum liðum sem verða betri á næsta ári og bjartir tímar fram undan í íslenskri kvennaknattspyrnu.“ Klippa: Pepsi Max Mörkin: Elísa Viðars 2 Mikilvæg reynsla í Evrópu Valur keppti aðeins tvo leiki í Evrópukeppni í ár. Tap gegn stórliði Hoffenheim frá Þýskalandi þýddi að liðið kæmist ekki lengra í keppninni en Elísa segir liðið taka með sér góða reynslu fyrir Evrópuleiki að ári. Valskonur unnu 3-1 sigur á Zurich frá Sviss eftir tapið fyrir Hoffenheim en sá leikur var meira upp á heiðurinn en eitthvað annað. „Það er alltaf gaman að spila við sterkari lið úr sterkari deildum en okkar. Ég held að við höfum séð að þessari ferð hvað það er stutt á milli. Við spilum við Hoffenheim, þýskt lið sem lenti í 3. Sæti í fyrra í þeirri deild, og ég held að með smá heppni hefðum við getað jafnað þann leik,“ „Við spiluðum sterkan varnarleik frá fremsta til afstasta manns og þetta styrkti okkur sem lið og gefi okkur mikla reynslu inn í næsta ár sem er mjög jákvætt.“ Elísa segir þó að umgjörðin sé umtalsvert betri hjá stórliði líkt og Hoffenheim sem hafi sitt að segja. „Það sem maður aðallega sá var umgjörðin í kringum liðið. Hoffenheim var örugglega með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur. Þannig að þetta var svolítið fyndið að líta yfir á hinn helminginn fyrir leik,“ „En ég er alveg viss um það að eftir nokkur ár þá verðum við á pari við þessi lið, allavega þessi bestu lið á Íslandi.“ segir Elísa. Viðtalið við hana má sjá í heild í spilaranum að ofan. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sjá meira
Elísa var hluti af liði Vals sem varð Íslandsmeistari í vikunni eftir sigur á Tindastóli að Hlíðarenda. Hún segist alls ekki vera að hugsa um að hætta, enda aðeins þrítug. „Mér líður alveg ótrúlega vel í skrokknum og hugsa vel um mig og minn líkama. Ég stefni bara að því að spila eins lengi og líkaminn leyfir,“ segir hin þrítuga Elísa aðspurð um framtíðina í þætti Pepsi Max Markanna. „Ég er bikaróð. Ég elska að vinna og það kemur ekkert annað til greina en að vinna, ekki spurning.“ segir Elísa. Þurftu aðlögun eftir brottför sterkra leikmanna Elísa segir Valsliðið hafa þurft að aðlagast brottför þeirra Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Hallberu Gísladóttur. Öðruvísi leikmenn hafi komið inn sem hafi krafist aðlögunartíma. „Við misstum náttúrulega frábæra leikmenn en fengum inn ólíka leikmenn því sem við misstum. Við sem höfum verið lengur þurftum að hjálpa þeim svolítið að koma inn í liðið. Svo má ekki gleyma að við missum Sísí [Sigríður Lára Garðardóttir] á miðju tímabili en fáum Láru [Kristínu Pedersen], sem var þvílíkur happafengur að fá hana svolítið óvænt inn. Hún var algjört gulls ígildi og hjálpaði okkur svolítið að snúa blaðinu við,“ „Við náðum einhvern veginn að púsla þessu saman, við fengum eins og ég sagði, ólíka leikmenn frá því sem við misstum en einhvern veginn gekk upp að lokum.“ segir Elísa. Umgjörðin góð Elísa segir Valskonur þá hafa yfir litlu að kvarta þegar kemur að aðstöðu og baklandi. Vel sé staðið að málum á Hlíðarenda sem eigi sitt í því að liðið hafi gert eins vel og raun ber vitni í sumar. „Umgjörðin á Hlíðarenda er eins og best verður á kosið. Þetta er algjörlega umhverfi sem að leikmenn geta vaxið og orðið betri, jafnvel þó maður sé orðinn þrítugur. Ég finn það sterkt fyrir sjálfa mig að ég er með hóp í kringum mig sem hjálpar mér alla daga að verða betri leikmaður, sama hvort það sé að bæta þol eða fótboltann,“ segir Elísa sem segir deildarkeppnina hafa verið krefjandi og skemmtilega í ár. Ávallt séu batamerki á fótboltanum hér heima. „Mér fannst hún mjög skemmtileg. Frábær deild. Maður þurfti að hafa aðeins meira fyrir því sem maður var að gera og mér finnst það alltaf vera að gera mann betri. Maður þurfti að koma á tánum inn í alla leiki og undirbúa sig vel sem að mér finnst jákvætt. Það eru fullt af flottum liðum sem verða betri á næsta ári og bjartir tímar fram undan í íslenskri kvennaknattspyrnu.“ Klippa: Pepsi Max Mörkin: Elísa Viðars 2 Mikilvæg reynsla í Evrópu Valur keppti aðeins tvo leiki í Evrópukeppni í ár. Tap gegn stórliði Hoffenheim frá Þýskalandi þýddi að liðið kæmist ekki lengra í keppninni en Elísa segir liðið taka með sér góða reynslu fyrir Evrópuleiki að ári. Valskonur unnu 3-1 sigur á Zurich frá Sviss eftir tapið fyrir Hoffenheim en sá leikur var meira upp á heiðurinn en eitthvað annað. „Það er alltaf gaman að spila við sterkari lið úr sterkari deildum en okkar. Ég held að við höfum séð að þessari ferð hvað það er stutt á milli. Við spilum við Hoffenheim, þýskt lið sem lenti í 3. Sæti í fyrra í þeirri deild, og ég held að með smá heppni hefðum við getað jafnað þann leik,“ „Við spiluðum sterkan varnarleik frá fremsta til afstasta manns og þetta styrkti okkur sem lið og gefi okkur mikla reynslu inn í næsta ár sem er mjög jákvætt.“ Elísa segir þó að umgjörðin sé umtalsvert betri hjá stórliði líkt og Hoffenheim sem hafi sitt að segja. „Það sem maður aðallega sá var umgjörðin í kringum liðið. Hoffenheim var örugglega með tíu til tuttugu manna fylgarlið á meðan ég sá um upphitun hjá okkur. Þannig að þetta var svolítið fyndið að líta yfir á hinn helminginn fyrir leik,“ „En ég er alveg viss um það að eftir nokkur ár þá verðum við á pari við þessi lið, allavega þessi bestu lið á Íslandi.“ segir Elísa. Viðtalið við hana má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti