Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 16:31 Stjórn nýju Rafíþróttadeildar Dímons, frá vinstri, Ellert Geir Ingvason, gjaldkeri, Ágúst Leó Sigurðsson, varamaður, Magnús Þór Einarsson, ritari og Harpa Mjöll Kjartansdóttir, sem er formaður. Á myndina vantar Axel Edílon Guðmundsson en hann er varamaður í stjórn og jafnframt yfirþjálfari. Sigmar Valur Gylfason er svo nýkominn til liðs við deildina og ætlar að vera þjálfari í vetur. Aðsend Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram. Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira