Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. ágúst 2021 22:19 Brynjar Björn Gunnarsson var svekktur eftir leik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Brynjar Björn, þjálfara HK, var mjög létt þegar loka flautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. „Jú mér var nokkuð létt og bara ánægður með leikinn og að sjálfsögðu stigin þrjú. Erfiður leikur alveg sama hvort það væru ellefu á móti ellefu eða þeir manni færri, þetta var mjög erfitt fyrir okkur en við náðum að brjóta ísinn og fá þetta eina mark. Það var nóg í dag,“ sagði Brynjar Björn. HK höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og sóttu mikið að marki Keflavíkur en undir lok leiks var lið HK farið að reyna að verja sigurinn og Keflvíkingar nálægt því að jafna metin. Brynjari og öðrum á varamannabekk HK stóð ekki alveg á sama. „Þetta er fljótt að gerast, það er bara ein aukaspyrna eða ein fyrirgjöf inn í teig og boltinn getur droppað alls staðar en við vörðumst og Arnar þurfti að verja í lokin líka. Við vorum bara á tánum í 90+ mínútur og það er það sem skilaði þessum sigri í dag,“ sagði Brynjar Björn um lokamínútur leiksins. Hann hélt svo áfram og talaði um markið og leikinn í heild og sagði „það var svona jafnræði með liðunum áður en þeir missa mann útaf en mér fannst við ógna ágætlega. Restin af fyrri hálfleiknum var erfið fyrir okkur og við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur og róa okkur niður. Fengum svo 3-4 mjög góð færi áður en við skorum þetta eina mark. Við hættum aldrei og héldum áfram og fengum gott hlaup frá Stebba sem kláraði síðan mjög vel.“ Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk að líta rautt spjald fyrir viðskipti sín við Ásgeir Börk, leikmann HK. Brynjar Björn segist lítið geta tjáð sig um það atvik. „Ég bara sá ekki neitt, ekki frekar en þið í stúkunni. Ég er ekki búinn að sjá atvikið, mér svona skilst að Keflvíkingurinn hafi slegið til Ásgeirs Barkar. Meira veit ég ekki og get ekki commentað á það,“ sagði Brynjar Björn. HK fer í fyrsta skiptið í langan tíma upp úr fallsæti með sigri kvöldsins, upp fyrir Fylkir sem tapaði á sama tíma gegn Breiðablik. Brynjar er bjartsýnn. „Það eru bara svona leikir eftir það sem eftir er þar sem verður barátta og það virðast öll lið vera að berjast fyrir einhverju í deildinni og það er alveg sama hverjum þú mætir eða á hvaða stað þeir eru í deildinni. Það eru allir að reyna að fá eitthvað út úr tímabilinu. Langt síðan við höfum verið fyrir ofan strikið, þetta er langt mót og mikið af leikjum og það skiptir bara máli hvar þú er í lok september,“ sagði Brynjar Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Leik lokið: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti HK-ingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík í Pepsi Max deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 29. ágúst 2021 21:00