Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 09:15 Stefán Alexander Ljubicic skaut HK upp úr fallsæti. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti