Innilokaður í tíu daga en hélt lífi í vonum KR: „Ekki planið að ég spilaði“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 08:50 Kristinn Jónsson hefur verið algjör lykilmaður í liði KR síðustu ár. Vísir/Hulda Margrét Eftir að hafa verið lokaður inni í eigin húsnæði í tíu daga á meðan hann jafnaði sig af kórónuveirusmiti fékk Kristinn Jónsson óvænt að koma inn á í leik KR gegn Leikni í fyrradag. Hann var ekki ryðgaðri en svo að hann skoraði bæði mörk KR í afar dýrmætum 2-1 sigri í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er bara jákvætt að maður sé farinn að pota inn einhverjum mörkum. Kannski sérstaklega í ljósi þess að það var ekki planið fyrir leik að ég spilaði neitt. Þetta bara fór þannig að maður fékk nokkrar mínútur í seinni hálfleik og bara gaman að því,“ sagði Kristinn við Vísi. Hann kom inn á gegn Leikni á 64. mínútu og skoraði svo tvö mörk, í annað sinn á ferlinum. Með sigrinum á KR enn möguleika á að ná Evrópusæti en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. KR er í 4. sæti og nú aðeins stigi á eftir Val. Kristinn veiktist eftir 1-0 sigur KR gegn HK í Kórnum 16. ágúst. Liðsfélagar hans fóru því í sóttkví og fresta þurfti leik við ÍA sem KR vann svo síðastliðinn miðvikudag. Kristinn var þá enn í einangrun vegna smitsins. „Ég losnaði úr einangrun á miðnætti á föstudaginn og var búinn að vera lokaður inni í tíu daga. Ég var því ekkert búinn að hreyfa mig að neinu viti eða gera neitt í talsverðan tíma fyrir leikinn við Leikni. Við ætluðum bara að hafa mig til taks á bekknum ef að eitthvað óvænt kæmi upp og planið fyrir fram var ekki að nota mig,“ sagði Kristinn. Hann hefur hins vegar lítinn áhuga á að nota sömu rútínu fyrir fleiri leiki, það er að segja að loka sig inni í fleiri daga: „Nei, svona helst ekki,“ sagði Kristinn hlæjandi. Aðeins meira en venjuleg flensueinkenni „Þetta er ekki skemmtilegt líf, eins og fólk kannast eflaust við þessa dagana, að vera lokaður inni hjá sér í sóttkví eða einangrun. Ég fékk beinverki og frekar ljótan hósta, og slappleika, í svona fjóra daga eða svo. Þetta var ekkert meira en það. Svona aðeins meira en venjuleg flensueinkenni. Ég var svo búinn að vera einkennalaus í fjóra daga áður en ég losnaði úr einangrun, en ekki búinn að hreyfa mig mikið nema með því að labba um íbúðina og eitthvað slíkt,“ sagði Kristinn. Kristinn er ekki búinn að afskrifa möguleikann á að verða Íslandsmeistari en myndi annars kjósa að Breiðablik landaði titlinum.vísir/hulda margrét Eins og fyrr segir á KR enn möguleika á að enda meðal þriggja efstu liða deildarinnar og komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Þrjú Evrópusæti eru í boði á Íslandi en ef að bikarmeistararnir enda ekki meðal þriggja efstu liða deildarinnar munu aðeins tvö efstu liðin fá Evrópusæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Breiðablik efst með 41 stig, Víkingur næst með 39, Valur með 36 og KR 35. „Eins og þetta er að spilast þá er þetta fljótt að breytast. Það eru níu stig eftir í pottinum og við eigum eftir innbyrðis leik við Víkinga þannig að ef að við gerum okkar þá er Evrópusætið okkar. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Kristinn. Ef ekki KR þá Breiðablik Ef að KR nær ekki að landa titlinum viðurkennir Kristinn að honum hugnist best að Breiðablik landi sínum öðrum Íslandsmeistaratitli: „Ég á marga félaga í Breiðabliki. Í dag eru þeir hins vegar mótherjar mínir og að sjálfsögðu vonast ég til þess að þeir tapi stigum á lokasprettinum og að við vinnum okkar leiki. Á meðan að við eigum möguleika vonar maður að sjálfsögðu að hin liðin tapi. En ég viðurkenni það, að af þessum þremur liðum þá vona ég að þeir félagar og vinir sem ég á í Breiðabliki komi til með að klára dæmið, ef það verða ekki við,“ sagði Kristinn. Pepsi Max-deild karla KR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00 Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
„Það er bara jákvætt að maður sé farinn að pota inn einhverjum mörkum. Kannski sérstaklega í ljósi þess að það var ekki planið fyrir leik að ég spilaði neitt. Þetta bara fór þannig að maður fékk nokkrar mínútur í seinni hálfleik og bara gaman að því,“ sagði Kristinn við Vísi. Hann kom inn á gegn Leikni á 64. mínútu og skoraði svo tvö mörk, í annað sinn á ferlinum. Með sigrinum á KR enn möguleika á að ná Evrópusæti en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. KR er í 4. sæti og nú aðeins stigi á eftir Val. Kristinn veiktist eftir 1-0 sigur KR gegn HK í Kórnum 16. ágúst. Liðsfélagar hans fóru því í sóttkví og fresta þurfti leik við ÍA sem KR vann svo síðastliðinn miðvikudag. Kristinn var þá enn í einangrun vegna smitsins. „Ég losnaði úr einangrun á miðnætti á föstudaginn og var búinn að vera lokaður inni í tíu daga. Ég var því ekkert búinn að hreyfa mig að neinu viti eða gera neitt í talsverðan tíma fyrir leikinn við Leikni. Við ætluðum bara að hafa mig til taks á bekknum ef að eitthvað óvænt kæmi upp og planið fyrir fram var ekki að nota mig,“ sagði Kristinn. Hann hefur hins vegar lítinn áhuga á að nota sömu rútínu fyrir fleiri leiki, það er að segja að loka sig inni í fleiri daga: „Nei, svona helst ekki,“ sagði Kristinn hlæjandi. Aðeins meira en venjuleg flensueinkenni „Þetta er ekki skemmtilegt líf, eins og fólk kannast eflaust við þessa dagana, að vera lokaður inni hjá sér í sóttkví eða einangrun. Ég fékk beinverki og frekar ljótan hósta, og slappleika, í svona fjóra daga eða svo. Þetta var ekkert meira en það. Svona aðeins meira en venjuleg flensueinkenni. Ég var svo búinn að vera einkennalaus í fjóra daga áður en ég losnaði úr einangrun, en ekki búinn að hreyfa mig mikið nema með því að labba um íbúðina og eitthvað slíkt,“ sagði Kristinn. Kristinn er ekki búinn að afskrifa möguleikann á að verða Íslandsmeistari en myndi annars kjósa að Breiðablik landaði titlinum.vísir/hulda margrét Eins og fyrr segir á KR enn möguleika á að enda meðal þriggja efstu liða deildarinnar og komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Þrjú Evrópusæti eru í boði á Íslandi en ef að bikarmeistararnir enda ekki meðal þriggja efstu liða deildarinnar munu aðeins tvö efstu liðin fá Evrópusæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Breiðablik efst með 41 stig, Víkingur næst með 39, Valur með 36 og KR 35. „Eins og þetta er að spilast þá er þetta fljótt að breytast. Það eru níu stig eftir í pottinum og við eigum eftir innbyrðis leik við Víkinga þannig að ef að við gerum okkar þá er Evrópusætið okkar. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Kristinn. Ef ekki KR þá Breiðablik Ef að KR nær ekki að landa titlinum viðurkennir Kristinn að honum hugnist best að Breiðablik landi sínum öðrum Íslandsmeistaratitli: „Ég á marga félaga í Breiðabliki. Í dag eru þeir hins vegar mótherjar mínir og að sjálfsögðu vonast ég til þess að þeir tapi stigum á lokasprettinum og að við vinnum okkar leiki. Á meðan að við eigum möguleika vonar maður að sjálfsögðu að hin liðin tapi. En ég viðurkenni það, að af þessum þremur liðum þá vona ég að þeir félagar og vinir sem ég á í Breiðabliki komi til með að klára dæmið, ef það verða ekki við,“ sagði Kristinn.
Pepsi Max-deild karla KR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00 Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00
Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15
Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00