Gefum kynbundnu ofbeldi rautt spjald Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 18:30 Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðnir atburðir innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafa varla farið framhjá neinum þar sem frásagnir af kynbundnu ofbeldi knattspyrnumanna í fremstu röð hefur komið upp á yfirborðið. Forysta knattspyrnusambandsins hefur því miður ekki játað opinberlega vitneskju um ofbeldið og hefur mistekist að miðla þeim sjálfsögðu skilaboðum að kynbundið ofbeldi verði aldrei liðið innan knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi. Vinnulag íþróttahreyfingarinnar í heild, sem hefur veigamiklu samfélagshlutverki að gegna og er studd af miklu leyti af opinberum fjármunum, verður líka að vera skýr. Til að breyta viðhorfi og uppræta kynjaða og eitraða menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, verða að eiga sér stað róttækari breytingar og það verður að umbylta vinnubrögðum með jafnrétti kynjanna að leiðarljósi. Kynjahlutföll í stjórnum og ráðum íþróttahreyfingarinnar verður nú að jafna hratt og fjármunum verður að dreifa jafnt milli kvenna og karla, stráka og stelpna. Ofbeldi má aldrei líðast í einni allra fjölmennustu fjöldahreyfingu á Íslandi sem gegnir svo veigamiklu hlutverki í uppeldi og forvörnum barna og ungmenna. Við erum ennþá í stormi #metoo bylgjunnar sem hófst af fullu undir lok árs 2017. Metoo hefur reynst mörgum afskaplega erfið enda hefur verið varpað ljósi á myrkvaðar hliðar samfélags okkar. Steinum hefur verið velt við, sár hafa verið ýfð upp og við höfum flestöll þurft að horfast í augu við skuggahliðar menningu okkar og samfélags þar sem kynbundið ofbeldi og áreitni, klámvæðing og nauðgunarmenning þrífst. Við höfum krafist þess að meðvirkni og þöggunarmenning í kringum þetta allt hætti og víki fyrir uppbyggilegri og jákvæðri menningu sem byggir á jafnrétti. Við höfum líka þurft að horfast í augu við að hetjurnar okkar og barnanna okkar, hafa ekki staðið undir upphafningunni og aðdáuninni sem þær hafa fengið. En íþróttahreyfingin er ekki eyland þegar kemur að kynbundinni áreitni, kynbundu ofbeldi eða eitraðri karlmennsku. Við höfum séð það um allt samfélagið. Til að breyta því þurfum við öll að leggjast á árarnar. Til að breyta viðhorfum og vinnubrögðum og uppræta eitraða menningu sem eru mannskemmandi. Og það er hægt ef vilji og þor er til staðar. Hvað þarf að gera? Við þurfum að koma kynjafræðslu inn í skólakerfið og láta kynfræðslu snúast um umburðarlyndi og virðingu fyrir sínum eigin mörkum og annarra í nánum samskiptum. Kynjuð fjárlagagerð verður að vera hluti af allri opinberrri fjármálastefnu til að tryggja að opinbert fé okkar allra renni til okkar allra, í þágu allra kynja. Það á líka við um opinberan stuðning sveitarfélaga til íþróttafélaga. Við þurfum líka að meta reynslu kvenna og störf þeirra að verðleikum með því að vinna bug á kynskiptingu vinnumarkaðarins og útrýma launamun kynjanna. Margir hafa fundið til varnarleysis gagnvart svokölluðum dómstól götunnar í kynferðisafbrotamálum. Til þess að sú leið verði ekki ráðandi verðum við að tryggja að réttarvörslukerfið okkar virki sem skyldi. Þolendur sem treysta ekki réttarvörslukerfinu upplifa að það kerfi sé ekki fyrir þau og leita því annarra leiða til að vekja athygli á ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Við þurfum að gera miklar umbætur á réttarstöðu þolenda svo að þau geti trúað og treyst kerfinu okkar ef brotið er á þeim. Uppfræða þarf lögreglufólk, verjendur, sækjendur og dómara markvisst og með reglulegum hætti um kynbundna áreitni, kynjakerfið og kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess konar ofbeldis á þolendur. Við þurfum líka að stytta málsmeðferðartíma í kynferðisafbrotamálum og tryggja málsaðild þolenda þegar réttað er yfir gerendum í kynferðisafbrota - og heimilisofbeldismálum. Við þurfum að lögbinda rétt til launaðs leyfis í kjölfar kynferðisbrots svo þolendur fái andlegt og tilfinningalegt næði. Það þarf að rýmka gjafsóknarreglur svo fólk geti leitað réttar síns óháð tekjum og stéttarstöðu. Og það þarf líka langtímastuðning og öryggi fyrir þolendur á meðan mál eru til rannsóknar. Höldum okkur á verðlaunapalli En umfram allt verðum við að jafna stöðu kynjanna og ráðast af alefli gegn kerfisbundinni mismunun og fordómum og tryggja jafna meðferð á öllum sviðum samfélagsins óháð kynjum, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Ísland hefur iðulega komið sér á verðlaunapall á Evrópumótinu og Heimsmeistarakeppninni þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Sum okkar hafa bent á að þrátt fyrir þann góða árangur, er hér víða pottur brotin í jafnréttismálum. Til að við höldum okkur í fremstu röð ríkja á alheims-jafnréttisleikunum, þurfum við að gefa kynbundnu ofbeldi rauða spjaldið og vera óhrædd við að dæma úr leik hvers kyns þöggun og meðvirkni með þess konar ofbeldi eða eitraðri menningu. Það er til mjög mikils að vinna. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar og femínisti.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun