Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir fer fyrir nýstofnuðum starfshóp KSÍ sem á að halda utan um jafnréttismál hjá sambandinu. vísir/egill/vilhelm Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ greindi frá því í viðtali í tíufréttum RÚV í gær að sambandinu hefði borist tilkynning um hópnauðgunarmál í sumar og að það væri til skoðunar hjá sambandinu. Hún sagði þá að KSÍ hefði borist tilkynning um annað kynferðisbrot síðasta sunnudag en greindi ekki nánar frá því. Það mál hefði verið sett í ferli til nýs starfshóps sem hefur verið stofnaður til að halda utan um jafnréttismál hjá KSÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, leiðir hópinn en hún segir að hér sé um annað hópnauðgunarmál að ræða. „Í rauninni kom þetta ekki sem formleg tilkynning, okkur var bara tjáð að vitað væri um aðra hópnauðgun. Eins og staðan er núna vitum við hvorki nöfn gerenda né þolenda en við erum að safna saman þessum upplýsingum sem við erum að fá og við ætlum að reyna að fá frekari upplýsingar til að við getum aðhafst í málinu,“ segir Kolbrún Hrund í samtali við fréttastofu. Hún segir að KSÍ hafi verið greint frá málinu á fundi sínum með Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur kynjafræðingi. Starfshópurinn reynir nú að afla frekari upplýsinga um það. Ekki í landsliðshópnum Hverjir meintir gerendur í því máli eru liggur ekki fyrir. En gætu þeir verið í landsliðshópnum fyrir leik liðsins við Rúmeníu næsta fimmtudag? „Ég skildi það þannig að þeir væru ekki í hópnum, nei. Þær lásu yfir hópinn okkar og nei, þetta tengist honum ekki,“ segir Kolbrún Hrund. „En hverjum þetta tengist eða hvort þeir séu enn að spila, það veit ég ekki. Þær sögðu bara við vitum um annað mál. Okkur vantar frekari upplýsingar um það. Svo eru þær auðvitað bundnar trúnaði við þolendur þannig þær geta ekki sagt hverjir þolendurnir eru en geta hvatt þá til að leita til okkar.“ Klara segir ekki af sér Stjórn KSÍ sagði af sér í gærkvöldi en Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri hyggst ekki feta sömu leið. Hópar á borð við Bleika fílinn og Öfgar hafa boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll klukkan fimm næsta fimmtudag fyrir leik landsliðsins við Rúmeníu. Þeir krefjast þess að Klara segi af sér. Í yfirlýsingu frá hópunum í morgun segir að þöggun og ofbeldismál sem viðgengust undir hennar stjórn séu það alvarleg að hún hljóti sjálf að sjá að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Klara vildi ekki veita fréttastofu viðtal fyrir hádegi. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ greindi frá því í viðtali í tíufréttum RÚV í gær að sambandinu hefði borist tilkynning um hópnauðgunarmál í sumar og að það væri til skoðunar hjá sambandinu. Hún sagði þá að KSÍ hefði borist tilkynning um annað kynferðisbrot síðasta sunnudag en greindi ekki nánar frá því. Það mál hefði verið sett í ferli til nýs starfshóps sem hefur verið stofnaður til að halda utan um jafnréttismál hjá KSÍ. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, leiðir hópinn en hún segir að hér sé um annað hópnauðgunarmál að ræða. „Í rauninni kom þetta ekki sem formleg tilkynning, okkur var bara tjáð að vitað væri um aðra hópnauðgun. Eins og staðan er núna vitum við hvorki nöfn gerenda né þolenda en við erum að safna saman þessum upplýsingum sem við erum að fá og við ætlum að reyna að fá frekari upplýsingar til að við getum aðhafst í málinu,“ segir Kolbrún Hrund í samtali við fréttastofu. Hún segir að KSÍ hafi verið greint frá málinu á fundi sínum með Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur kynjafræðingi. Starfshópurinn reynir nú að afla frekari upplýsinga um það. Ekki í landsliðshópnum Hverjir meintir gerendur í því máli eru liggur ekki fyrir. En gætu þeir verið í landsliðshópnum fyrir leik liðsins við Rúmeníu næsta fimmtudag? „Ég skildi það þannig að þeir væru ekki í hópnum, nei. Þær lásu yfir hópinn okkar og nei, þetta tengist honum ekki,“ segir Kolbrún Hrund. „En hverjum þetta tengist eða hvort þeir séu enn að spila, það veit ég ekki. Þær sögðu bara við vitum um annað mál. Okkur vantar frekari upplýsingar um það. Svo eru þær auðvitað bundnar trúnaði við þolendur þannig þær geta ekki sagt hverjir þolendurnir eru en geta hvatt þá til að leita til okkar.“ Klara segir ekki af sér Stjórn KSÍ sagði af sér í gærkvöldi en Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri hyggst ekki feta sömu leið. Hópar á borð við Bleika fílinn og Öfgar hafa boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll klukkan fimm næsta fimmtudag fyrir leik landsliðsins við Rúmeníu. Þeir krefjast þess að Klara segi af sér. Í yfirlýsingu frá hópunum í morgun segir að þöggun og ofbeldismál sem viðgengust undir hennar stjórn séu það alvarleg að hún hljóti sjálf að sjá að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Klara vildi ekki veita fréttastofu viðtal fyrir hádegi.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28
Stjórn KSÍ tók Kolbein út úr hópnum vegna miskabótamálsins Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ. 30. ágúst 2021 10:52